Höfundur: Kristina Ohlson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Leyndardómur varúlfsins Kristina Ohlson Ugla Í bænum Eldsala loga skógareldar. Eldsvoðarnir bera þess merki að vera viljaverk einhvers. Á kvöldin heyrir Herbert hrollvekjandi ýlfur og sér stórar skepnur sem líkjast hundum bregða fyrir í skóginum. Skyndilega eru Herbert og Sallý vinkona hans flækt í ráðgátu sem er mun ískyggilegri en nokkurn gat grunað. Munu þau geta bjargað Eldsala?
Uppvakningasótt Kristina Ohlson Ugla Dularfullur maður birtist í smábænum Eldsala. Í kjölfarið fara bæjarbúar að veikjast hver af öðrum. Þeir fá sótthita og blóðhlaupin augu. Herbert og Sallý eru staðráðin í að veikjast ekki. Þau leita skjóls í gömlu vindmyllunni, þar sem enginn – hvorki lífs né liðinn – getur náð til þeirra. Eða hvað? Æsispennandi saga eftir einn þekktasta glæpas...