Niðurstöður

  • Kristján Hreinsson

Kettlingur kallaður Tígur

Eva og systur hennar mega loks eignast kettling. Þegar Tígur er kominn til þeirra fer hann að valda þeim áhyggjum með uppátækjum sínum. Einn daginn hverfur Tígur og Eva er alveg viss um að hann sé búinn að koma sér í vandræði, og hún verði að koma honum til hjálpar sem fyrst – en til þess þarf hún að vera næstum því jafnhugrökk og Tígur!

Lökin í golunni

Örlagasaga tveggja systra

Lökin í golunni er örlagasaga systra sem mæta hörðum heimi stríðsáranna við andlát móður sinnar. Yfirvöld sundra fjölskyldunni og fátækt og niðurlæging blasir við stúlkunum. Sagan er að hluta reist á atburðum sem í raun og veru áttu sér stað. Engu að síður kýs höfundurinn að líta á verkið sem hreinan skáldskap, með sögulegu ívafi.