Höfundur: Kristján Hreinsson

Afkvæmi óttans

Í ársbyrjun 2022 hitta tvær stelpur og tveir strákar í 10. bekk gamla konu sem segir: „Heimskan er afkvæmi óttans.“ Og unglingarnir vakna til umhugsunar. Fáfræðin verður að víkja fyrir trú á mannkynið og trú á að heimurinn geti orðið betri. Fyrr en varir eru þau stödd í alþjóðlegri hringiðu sem er hlaðin spennu og að þeim er ráðist úr öllum áttum …

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Kettlingur kallaður Tígur Holly Webb Nýhöfn Eva og systur hennar mega loks eignast kettling. Þegar Tígur er kominn til þeirra fer hann að valda þeim áhyggjum með uppátækjum sínum. Einn daginn hverfur Tígur og Eva er alveg viss um að hann sé búinn að koma sér í vandræði, og hún verði að koma honum til hjálpar sem fyrst – en til þess þarf hún að vera næstum því jafnhugrökk og Tígur!
Lökin í golunni Örlagasaga tveggja systra Kristján Hreinsson Nýhöfn Lökin í golunni er örlagasaga systra sem mæta hörðum heimi stríðsáranna við andlát móður sinnar. Yfirvöld sundra fjölskyldunni og fátækt og niðurlæging blasir við stúlkunum. Sagan er að hluta reist á atburðum sem í raun og veru áttu sér stað. Engu að síður kys höfundurinn að líta á verkið sem hreinan skáldskap, með sögulegu ívafi.