Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Afkvæmi óttans

  • Höfundur Kristján Hreinsson
Forsíða bókarinnar

Í ársbyrjun 2022 hitta tvær stelpur og tveir strákar í 10. bekk gamla konu sem segir: „Heimskan er afkvæmi óttans.“ Og unglingarnir vakna til umhugsunar. Fáfræðin verður að víkja fyrir trú á mannkynið og trú á að heimurinn geti orðið betri. Fyrr en varir eru þau stödd í alþjóðlegri hringiðu sem er hlaðin spennu og að þeim er ráðist úr öllum áttum …

Í ársbyrjun 2022 hitta tvær stelpur og tveir strákar í 10. bekk gamla konu sem segir: „Heimskan er afkvæmi óttans.“ Og unglingarnir vakna til umhugsunar.

Þau ákveða að láta ekki bjóða sér hvað sem er. Fáfræðin verður að víkja fyrir trú á mannkynið og trú á að heimurinn geti orðið betri en hann er.

Ungmennin koma með sín eigin svör í gegnum metnaðarfullar pælingar.

Í fyrstu eru þau fjögur og hafa nær engan stuðning. Fyrr en varir eru þau stödd í alþjóðlegri hringiðu sem er hlaðin rafmagnaðri spennu. Spennan magnast og magnast. Að þeim er ráðist úr öllum áttum. En þau ætla ekki að gefast upp …