Höfundur: Margrét Eggertsdóttir

Íslenskar bókmenntir

Saga og samhengi

Íslenskar bókmenntir: saga og samhengi er tveggja binda verk um sögu íslenskra bókmennta frá upphafi Íslandsbyggðar til vorra daga. Þar er sagan rakin á knappan hátt í samhengi við strauma og stefnur hvers tíma og er sú umfjöllun grundvölluð á rannsóknum seinustu áratuga.

Saga, Chronicle, Romance

Saga, Chronicle, Romance er úrval fræðigreina eftir Robert Cook (1932‒2011), fyrrum prófessor í ensku við Háskóla Íslands. Greinarnar eru flokkaðar í þrennt eftir efni og fræðasviði. Í fyrsta hluta er fjallað um Íslendingasögur og riddarasögur, í öðrum hluta um íslenskar bókmenntir frá árnýöld og í þriðja hluta um viðtökur franskra miðaldabókmennta

Sýnisbók þess að Ísland er ekki barbaraland

Specimen Islandiæ non barbaræ er bókmenntasögulegt rit, samið á latínu af Jóni Þorkelssyni (1697–1759) Skálholtsrektor. Markmið þess er að sýna hinum lærða heimi að Íslendingar séu menntuð bókmenntaþjóð. Sigurður Pétursson (1944–2020) þýddi verkið á íslensku en Hjalti Snær Ægisson bjó verkið til útgáfu. Útgáfan er tvímála og henni fylgja skýringar.