Útgefandi: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Ritröð Árnastofnunar nr. 119 Meyjar og völd

Rímur og saga af Mábil sterku

Konungsdóttirin Mábil sterka frá Vallandi er öllum fremri í riddaralistum. Hún drýgir miklar hetjudáðir í bardögum og beitir óhefðbundnum aðferðum við að klekkja á helsta óvini sínum, Medeu drottningu í Grikklandi. Sömuleiðis ver hún Móbil systur sína frækilega gegn ásókn karla sem vilja kvænast henni og heimta þannig krúnuna.

Structural alteration

of Manuscripts in the Arnamagnæan Collection

Beeke Stegmann rannsakar í þessari bók vinnubrögð Árna Magnússonar en hann tók í sundur handrit sem hann hafði safnað, endurraðaði hlutunum og lét binda að nýju. Lesendur fá ekki aðeins betri skilning á sögu handritanna í safni Árna heldur varpar höfundur einnig ljósi á starfshætti eigenda handrita og umsjónarmanna fyrr á tíð.