Höfundur: Matthías Johannessen

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Á asklimum ernir sitja Matthías Johannessen Veröld Matthías Johannessen hefur um áratuga skeið verið eitt fremsta ljóðskáld okkar Íslendinga. Hér sendir hann frá sér ný ljóð, kominn á tíræðisaldur. Í þessari djúpvitru og einlægu bók tekst skáldið á við samtímann og yrkir kunnugleg stef, um ást, söknuð, umhverfi, fugla, feigð – og von.
M-samtöl. Úrval Matthías Johannessen Bókaútgáfan Tindur Matthías Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins í áratugi og skáld, lést í mars 2024. Í þessari bók birtist úrval 30 samtala sem Matthías skrifaði, flest á árunum frá 1960-70. Tvö hafa aldrei birst áður á bók, Stefán frá Möðrudal og Guðrún frá Lundi. Einstakt úrval, einstök bók.
Undir mjúkum væng Myndir úr dagbók Matthías Johannessen Veröld Um áratuga skeið hefur Matthías Johannessen verið eitt merkasta skáld Íslands. Hann sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók árið 1958 og nú, 65 árum síðar, er hann enn að. Undir mjúkum væng hefur að geyma nýjustu ljóð hans sem ort eru á undanförnum misserum. Þröstur Helgason bjó til prentunar.