Höfundur: Max Hastings

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Kóreustríðið 1950–1953 Max Hastings Ugla Hinn 25. júní 1950 hófust ein blóðugustu stríðsátök 20. aldar þegar kommúnistastjórnin í Norður-Kórea réðst inn í Suður-Kóreu. Rauða-Kína og Sovétríkin studdu Norður-Kóreu gegn fjölþjóðlegu herliði lýðræðisþjóða sem barðist undir fána Sameinuðu þjóðanna. Í þrjú ár rambaði heimsbyggðin á barmi þriðju heimsstyrjaldar.
Vítislogar Heimur í stríði 1939–1945 Max Hastings Ugla Í fjóra áratugi hefur Max Hastings rannsakað og skrifað um ólíka þætti heimsstyrjaldarinnar síðari. Í þessari bók dregur hann saman rannsóknir sínar í eitt heildarverk sem fengið hefur frábærar viðtökur og þykir varpa nýju ljósi á blóðugustu ár 20. aldar. Hvernig var að upplifa þennan tíma? Æsispennandi en djúphugul frásögn af hræðilegustu árum ...
Vítislogar – kilja Heimur í stríði 1939–1945 Max Hastings Ugla Heimsstyrjöldin síðari kostaði um 60 milljónir manna lífið – að meðaltali 27 þúsund manns á dag. Milljónir hlutu ævarandi líkamlegan og andlegan skaða. Heilu borgirnar voru rústir einar. Í þessari bók dregur Max Hastings saman rannsóknir sínar í eitt heildarverk sem fengið hefur frábærar viðtökur og þykir varpa nýju ljósi á blóðugustu ár 20. aldar.