Niðurstöður

  • Nína Ivanova

Af hverju skín sólin ekki á mig?

Þessi fagurlega myndskreytta saga höfðar til barna og foreldra. Tóti litli á töfratúkall og einn daginn óskar hann sér að sólin skíni á hann því það er rigning í garðinum hans og við það nemur sólin staðar á himinhvolfinu. En það er aðeins ein sól og mennirnir á jörðinni verða að skipta henni á milli sín. Tilvalin bók til að lesa fyrir börnin og ræða á eftir.