Og þaðan gengur sveinninn skáld
Samferðamenn, vinir og kollegar minnast Thors Vilhjálmssonar hundrað ára
Í tilefni þess að öld er liðin frá fæðingu Thors Vilhjálmssonar, eins frumlegasta höfundar okkar, minnast samferðamenn, vinir og kollegar hans og varpa ljósi á þennan flókna og margbrotna höfund. Hér birtast stuttar svipmyndir, fræðilegar úttektir, ljóð og teikningar auk brota úr verkum Thors. Innleggin eru um 40 og í bókinni er fjöldi mynda.