Höfundur: Óttar Guðmundsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Sturlunga geðlæknisins Óttar Guðmundsson Skrudda Óttar Guðmundsson geðlæknir veltir nú fyrir sér geðrænum vandamálum á þrettándu öld og skoðar róstusamt líf Sturlunga. Snorri Sturluson, Sturla Sighvatsson, Þórdís Snorradóttir og Gissur Þorvaldsson ásamt fleirum leggjast öll á bekkinn hjá geðlækninum. Hefur mannlegt eðli eitthvað breyst á þessum 800 árum sem liðin eru? Hver var skýringin á si...
Það blæðir úr þjóðarsálinni Óttar Guðmundsson Skrudda Síðustu ár hafa bakþankar Óttars Guðmundssonar í Fréttablaðinu notið mikilla og verðskuldaðra vinsælda. Óttar er litríkur höfundur sem kemur víða við. Hann leitar jöfnum höndum í smiðju afa síns Egils Skallagrímssonar og frænda sinna af Sturlungaætt. Honum er ekkert óviðkomandi og pistlarnir fjalla bæði um vandamál nútímamanna og forfeðranna.