Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Kallaður var hann kvennamaður

Sigurður Breiðfjörð og samtíð hans

  • Höfundur Óttar Guðmundsson
Forsíða kápu bókarinnar

Sigurður Breiðfjörð skáld og samtímamenn hans er viðfangsefni Óttars Guðmundssonar geðlæknis í þessari bók. Sigurður fæddist í lok 18. aldar. Hann var um árabil vinsælasta og mest lesna skáld þjóðarinnar.

Sigurður Breiðfjörð skáld og samtímamenn hans er viðfangsefni Óttars Guðmundssonar geðlæknis í þessari bók. Sigurður fæddist í lok 18. aldar í Rifgirðingum í mynni Hvammsfjarðar. Hann var um árabil vinsælasta og mest lesna skáld þjóðarinnar. Drykkjuskapur og kæruleysi spilltu þó mjög fyrir skáldinu.

Hann lenti í útistöðum við réttvísina vegna tvíkvænismáls sem lagði að lokum líf hans í rúst. Helsti andstæðingur Sigurðar var þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson sem réðist harkalega gegn honum í Fjölni. Örlög Sigurðar og Jónasar eru samofin. Báðir voru þeir undrabörn í skáldskap en dóu úr alkóhólisma og vesaldómi á besta aldri.