Höfundur: Peter F. Drucker

Árangursríki stjórnandinn

Í Árangursríka stjórnandanum segir að stjórnendum sé fyrst og fremst ætlað að koma réttu hlutunum í verk. Það þýðir einfaldlega að ætlast er til þess að þeir séu árangursríkir í starfi. Árangursríkir stjórnendur hafa jafn mikinn tíma og aðrir en þeir nýta tímann betur og kunna að forgangsraða. Bókin gagnast öllum sem bera ábyrgð í starfi.