Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Árangursríki stjórnandinn

  • Höfundur Peter F. Drucker
  • Þýðandi Kári Finnsson
Forsíða bókarinnar

Árangursríki stjórnandinn er sígilt rit fyrir leiðtoga og stjórnendur. Höfundur bókarinnar, Peter F. Drucker, er talinn einn helsti frumkvöðullinn á sviði stjórnunarfræða. Í þessu lykilverki sínu dregur hann fram grundvallaratriði sem reynast ættu öllum stjórnendum gott veganesti. Bókin gagnast öllum sem bera ábyrgð í starfi.

Hvað gerir stjórnanda árangursríkan ?

Í Árangursríka stjórnandanum eftir Peter F. Drucker segir að stjórnendum sé fyrst og fremst ætlað að koma réttu hlutunum í verk. Það þýðir einfaldlega að ætlast er til þess að þeir séu árangursríkir í starfi. Árangursríkir stjórnendur hafa jafn mikinn tíma og aðrir en þeir nýta tímann betur og kunna að forgangsraða.

Í bókinni dregur Drucker fram fimm grundvallaratriði sem reynast ættu öllum stjórnendum gott veganesti:

Hvernig við nýtum tíma okkar á árangursríkan hátt

Hvernig við uppgötvum og nýtum styrkleika okkar

Hvernig við finnum út hvað við getum lagt af mörkum

Hvernig við einbeitum okkur að því sem skiptir máli

Hvernig við tökum árangursríkar ákvarðanir

Bókin gagnast öllum sem bera ábyrgð í starfi, hvort sem að það er í fyrirtæki, á sjúkrahúsi, í skóla eða opinberri stofnun.

Peter F. Drucker (1909-2005) er frumkvöðull á sviði stjórnunarfræða og hafa verk hans verið nýtt sem kennslurit í háskólum, fyrirtækjum og stofnunum um heim allan. Eftir Drucker liggja samtals 39 bækur og yfir hundrað greinar sem lögðu grunninn að því sem á okkar dögum kallast stjórnunarfræði.

Kári Finnsson þýddi.