Höfundur: Pierre Lemaitre

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Brúðarkjóllinn Pierre Lemaitre Forlagið - JPV útgáfa Barnfóstran Sophie er þjökuð af skelfilegum minningaleiftrum úr fortíðinni og öllu sem henni tekst ekki að muna og hún vill ekki muna. Þegar litli drengurinn sem hún gætir er myrtur og sönnunargögnin benda á hana fer hún í felur, lifir á jaðri samfélagsins. Lögreglan finnur hana ekki en einhver veit hvar hún er og fylgist með hverju skrefi hennar.
Snákurinn mikli Pierre Lemaitre Forlagið - JPV útgáfa Mathilde er miðaldra andspyrnuhetja, ekkja, móðir og hundavinur. Þessi elskulega kona, sem er hvers manns hugljúfi, á sér þó aðra og skuggalegri hlið sem aðeins örfáir vita um. Bráðskemmtileg og óvænt saga eftir einn vinsælasta spennusagnahöfund Frakka.