Brúðarkjóllinn

Barnfóstran Sophie er þjökuð af skelfilegum minningaleiftrum úr fortíðinni og öllu sem henni tekst ekki að muna og hún vill ekki muna. Þegar litli drengurinn sem hún gætir er myrtur og sönnunargögnin benda á hana fer hún í felur, lifir á jaðri samfélagsins. Lögreglan finnur hana ekki – en einhver veit hvar hún er og fylgist með hverju skrefi hennar.