Höfundur: Rósa Guðmundsdóttir
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
| Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| Með harðfisk og hangikjöt að heiman Undirbúningur og þátttaka Íslands á Sumarólympíuleikunum í London árið 1948 | Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson | Sögufélag | Íslendingar sendu fjölmennan flokk á Ólympíuleikana í London árið 1948 þrátt fyrir gjaldeyrishöft á Íslandi og matarskort í Bretlandi. Með í för voru 100 kíló af íslenskum mat til að bregðast við aðstæðum. Fjallað er um undirbúninginn sem gekk ekki þrautalaust fyrir sig og þátttökuna á leikunum ásamt hinum ýmsu áskorunum sem fylgdu. |
| Skáld-Rósa Heildarsafn kveðskapar | Rósa Guðmundsdóttir | Bókaútgáfan Sæmundur | Skáldskapur Rósu Guðmundsdóttur (1795–1855) birtist hér í fyrsta sinn í heildstæðu safni sem Ragnar Ingi Aðalsteinsson ritstýrði og bjó til prentunar. Formála ritar Elísabet Jökulsdóttir skáld sem segir þar m.a. „Skáld-Rósa er skáld því hún býr yfir umbreytingarafli, skáldlegum þrótti og skáldlegri sýn. ... hún veinar meðan hjartað springur.“ |