Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Með harðfisk og hangikjöt að heiman

Undirbúningur og þátttaka Íslands á Sumarólympíuleikunum í London árið 1948

  • Höfundur Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
  • Ritstjóri Rósa Guðmundsdóttir
Forsíða kápu bókarinnar

Íslendingar sendu fjölmennan flokk á Ólympíuleikana í London árið 1948 þrátt fyrir gjaldeyrishöft á Íslandi og matarskort í Bretlandi. Með í för voru 100 kíló af íslenskum mat til að bregðast við aðstæðum. Fjallað er um undirbúninginn sem gekk ekki þrautalaust fyrir sig og þátttökuna á leikunum ásamt hinum ýmsu áskorunum sem fylgdu.

Sumarólympíuleikarnir í London árið 1948 voru merkilegir fyrir margra hluta sakir. Vegna seinni heimsstyrjaldarinnar höfðu ekki verið haldnir Ólympíuleikar í 12 ár, en aðstæður í London voru erfiðar svona stuttu eftir stríð og stundum er talað um „meinlætaleikana“ af þeim sökum. Þetta voru líka fyrstu sumarleikarnir sem Ísland keppti á eftir lýðveldisstofnun og Íslendingar höfðu metnað til að standa sig vel. Ísland sendi því stóran flokk á leikana og íslenskar konur þreyttu frumraun sína á Ólympíuleikum.

Hér er farið yfir áhugaverðan tíma í íslenskri íþróttasögu í alþjóðlegu samhengi.