Niðurstöður

  • Roy Jacobsen

Augu Rigels

Áhrifamikil saga um sterka konu, framhald bókanna Hin ósýnilegu og Hvítt haf. Lífið er fallið í fastar skorður eftir stríðið en Ingrid á einhverju ólokið og hún leggur af stað í langferð með tíu mánaða dóttur sína á bakinu í leit að ástmanni sínum. Hún rekur slóð hans en hefur stöðugt á tilfinningunni að hún fái ekki að heyra allan sannleikann.