Höfundur: Sigurbjörg Þrastardóttir
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
| Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| Flaumgosar | Sigurbjörg Þrastardóttir | Forlagið - JPV útgáfa | Hér tekst Sigurbjörg Þrastardóttir á við drauma, angist og undrun fólks í flaumi tímans og veitir fínstillta innsýn í íslenska þjóðarsál. Ljóðin bera skýrt handbragð skáldsins, margslungið myndmál og beitta kímni. Sigurbjörg hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir verk sín en Flaumgosar er tíunda ljóðabók hennar. |
| Krossljóð | Sigurbjörg Þrastardóttir | Dimma | Sigurbjörg Þrastardóttir fer hér nýstárlega leið í skáldskap sínum og slæst í för með 40 erlendum skáldum af ólíkum uppruna. Ásamt því að þýða ljóð eftir hvert og eitt þeirra dregur hún fram óbirt ljóð úr eigin fórum sem kallast á við raddir gestanna. |