Höfundur: Sól Hilmarsdóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Vala víkingur og epli Iðunnar Kristján Már Gunnarsson Drápa Nú eru Vala víkingur og skipið hennar Breki dreki komin í hann krappan! Gyðjan Iðunn lendir óvænt um borð með gulleplin sín, hundelt af þursinum Þjassa og lævísa guðinum Loka. En af hverju vilja þeir epli Iðunnar og hvað getur Vala gert til að stoppa þá? Vala Víkingur er sjálfstæð og góðhjörtuð stelpa sem ferðast um heima norrænu goðafræðinnar...
Vala víkingur og hefnd Loka Kristján Már Gunnarsson Drápa Loki hyggur á hefndir eftir að Vala plataði hann og breytti honum í lítið barn. Áður en Vala veit af er hún komin í vanda í Niflheimi og þarf að fást við Fenrisúlfinn sjálfan. Hvernig sleppur hún úr þessu hættulegasta ævintýri til þessa?
Veiði, vonir og væntingar Sigurður Héðinn Drápa Hér er komin hin fullkomna bók fyrir laxveiði-fólkið! Farið er vel yfir ólíka veiðitækni og hvernig setja eigi í og landa laxi. Þá eru í bókinni meira en 50 ómissandi flugur og að sjálfsögðu fylgja veiðisögur, mátulega ýktar. Ómissandi bók fyrir alla sem hafa áhuga á laxveiði!