Höfundur: Sólborg Guðbrandsdóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Aðeins færri fávitar Sólborg Guðbrandsdóttir Sögur útgáfa Aðeins færri fávitar er önnur bók Sólborgar Guðbrandsdóttur, byggð á samnefndu samfélagsverkefni hennar gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi. Hér er vangaveltum unglinga um samskipti kynjanna, kynlíf og sambönd svarað og áhersla lögð á sterka sjálfsmynd þeirra og sjálfsöryggi. Fyrsta bók Sólborgar, Fávitar, var...
Bára og bæði heimilin Sólborg Guðbrandsdóttir Sögur útgáfa Bára er fjörug, fimm ára stelpa sem á tvö svefnherbergi, tvö rúm, tvo tannbursta og heilan helling af böngsum! Hún á nefnilega ekki eitt heimili heldur tvö. – Bók sem hjálpar okkur að skilja aðeins betur hvernig það er að eiga tvær fjölskyldur. „Loksins bók fyrir vikuvikubörnin! Sönn lýsing og fyndin í bland.“ / Hallgrímur Helgason, rithöfundur.
Fávitar og fjölbreytileikinn Sólborg Guðbrandsdóttir Sögur útgáfa Hér er þriðja bókin í hinni lifandi og vinsælu seríu Sólborgar Guðbrandsdóttur: Fávitar. Nú fjallar hún um ýmsar hliðar hinseginleikans og fræðir unga sem aldna á mannamáli um alla liti regnbogans. Sólborg hefur getið sér afar gott orð sem fyrirlesari síðastliðin ár og hefur haldið fyrirlestra fyrir þúsundir barna og unglinga um kynfræðslu.