Höfundur: Stella Blómkvist

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Morðið í Öskjuhlíð Stella Blómkvist Forlagið - Mál og menning Þrettánda bókin um Stellu Blómkvist gerist árið 1995. Stella er nýútskrifuð og fæst við dularfullt hvarf rannsóknarblaðamanns. Málið snýst upp í snúna morðgátu sem teygir anga sína víða og við sögu koma valdamiklir aðilar sem svífast einskis. Stella er söm við sig, kjaftfor og úrræðagóð og berst fyrir lítilmagnann, vopnuð innsæi og spakmælum mömmu.
Morðið við Huldukletta Stella Blómkvist Forlagið - Mál og menning Stella Blómkvist tekur að sér að rannsaka morðið á syni umdeilds útrásarvíkings sem og dularfull bréf sem berast ungri konu frá látnum föður. Og áður en varir er hún komin á bólakaf í vafasamar viðskiptafléttur, svik og leyndarmál. Þetta er tólfta bókin um tannhvassa tálkvendið Stellu, sem nú gleður aðdáendur sína einnig í nýrri sjónvarpsþáttaröð.