Morðið við Huldukletta

Stella Blómkvist tekur að sér að rannsaka morðið á syni umdeilds útrásarvíkings sem og dularfull bréf sem berast ungri konu frá látnum föður. Og áður en varir er hún komin á bólakaf í vafasamar viðskiptafléttur, svik og leyndarmál. Þetta er tólfta bókin um tannhvassa tálkvendið Stellu, sem nú gleður aðdáendur sína einnig í nýrri sjónvarpsþáttaröð.