Höfundur: Sven Nordqvist

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Pétur og Brandur Brandur flytur út Sven Nordqvist Kvistur bókaútgáfa Klukkan er fjögur að morgni í kyrrlátri sveit í Svíþjóð. Frá húsinu hans Péturs heyrast skelfileg óhljóð. Kötturinn Brandur hefur fengið nýtt rúm og er vaknaður fyrir allar aldir til að gera morgunæfingarnar. Pétur getur alls ekki sofið fyrir látunum og setur því Brandi úrslitakosti sem eiga eftir að hafa ófyrirséðar afleiðingar.
Pétur og Brandur Getur þú ekki neitt, Pétur? Sven Nordqvist Kvistur bókaútgáfa Kötturinn Brandur er ótrúlega klár og getur gert hinar ýmsu kúnstir sem ekki eru á færi Péturs. Hvað í ósköpunum getur Pétur þá gert eða getur hann alls ekki neitt? Bók fyrir allra yngstu lesendurna eftir sænska verðlaunahöfundinn Sven Nordqvist.
Pétur og Brandur Hænsnaþjófurinn Sven Nordqvist Kvistur bókaútgáfa Dag einn kemur Gústi nágranni með tvíhleypu á öxl og hefur fréttir að færa. Refur herjar nú á hænsnakofa sveitarinnar og því er eins gott fyrir Pétur og köttinn Brand að vera við öllu búnir. Pétur lætur ekki segja sér það tvisvar en í stað þess að veiða refinn ákveða þeir félagar að fæla hann heldur í burtu og það í eitt skipti fyrir öll.
Pétur og Brandur Ófriður í grænmetisgarðinum Sven Nordqvist Kvistur bókaútgáfa Það er fagur vormorgunn í friðsælum trjágarði í Svíþjóð og Pétur ætlar að sá fyrir grænmeti og setja niður kartöflur. Kötturinn Brandur er ekki hrifinn af áformunum og vill heldur rækta eitthvað annað. Garðyrkjan gengur þó ekki alveg þrautalaust og það reynir á hugvitsemi Péturs og leikhæfileika Brands.
Pétur og Brandur Pétur tjaldar Sven Nordqvist Kvistur bókaútgáfa Pétur býr með kettinum sínum Brandi og nokkrum hænum í fallegri sveit í Svíþjóð. Uppi á háalofti rekast þeir á gamalt tjald, en sá fundur á heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér og skapa vandræði sem Gústi nágranni getur ekki beðið með að segja öllum sveitungunum frá.
Pétur og Brandur Pönnukökutertan Sven Nordqvist Kvistur bókaútgáfa Í dag á Brandur afmæli og af því tilefni ætlar Pétur að baka pönnukökutertu eftir sinni eigin uppskrift. Málin vandast þó er í ljós kemur að hveitið er búið og þegar Pétur ætlar að hjóla út í búð reynist afturdekkið á hjólinu hans sprungið. Vandræðin halda áfram að hrannast upp og nú reynir á útsjónarsemi Péturs og hugrekki Brands.
Pétur og Brandur Stund hanans Sven Nordqvist Kvistur bókaútgáfa Dag einn kemur Pétur heim með pappakassa sem í reynist vera hani. Hænurnar á bænum sjá ekki sólina fyrir honum en Brandur skilur ekkert í öllu fjaðrafokinu enda aldrei, ekki í eitt sekúndubrot, þurft á hana að halda. Lífið á bænum tekur miklum stakkaskiptum. Brandur fær ekki lengur að stríða hænunum og þarf að þola stanslaust hanagal alla daga.