Höfundur: Sven Nordqvist

Pétur og Brandur Pönnukökutertan

Í dag á Brandur afmæli og af því tilefni ætlar Pétur að baka pönnukökutertu eftir sinni eigin uppskrift. Málin vandast þó er í ljós kemur að hveitið er búið og þegar Pétur ætlar að hjóla út í búð reynist afturdekkið á hjólinu hans sprungið. Vandræðin halda áfram að hrannast upp og nú reynir á útsjónarsemi Péturs og hugrekki Brands.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Pétur og Brandur Ófriður í grænmetisgarðinum Sven Nordqvist Kvistur bókaútgáfa Það er fagur vormorgunn í friðsælum trjágarði í Svíþjóð og Pétur ætlar að sá fyrir grænmeti og setja niður kartöflur. Kötturinn Brandur er ekki hrifinn af áformunum og vill heldur rækta eitthvað annað. Garðyrkjan gengur þó ekki alveg þrautalaust og það reynir á hugvitsemi Péturs og leikhæfileika Brands.
Pétur og Brandur Pétur tjaldar Sven Nordqvist Kvistur bókaútgáfa Pétur býr með kettinum sínum Brandi og nokkrum hænum í fallegri sveit í Svíþjóð. Uppi á háalofti rekast þeir á gamalt tjald, en sá fundur á heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér og skapa vandræði sem Gústi nágranni getur ekki beðið með að segja öllum sveitungunum frá.