Höfundur: Þórarinn Eldjárn
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
| Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| Dótarímur | Þórarinn Eldjárn | Gullbringa | Nýr rímnaflokkur handa börnum á öllum aldri. Rímurnar eru tíu talsins, hver og ein snýst um tiltekið dót eða leikföng. Þar gengur á ýmsu og flest reynist dótið frekar misheppnað. Allt þar til kemur að níundu rímu sem fjallar um bækur. Í beinu framhaldi kemur tíunda og síðasta ríman en þar birtist loks besta dót sem við eigum. |
| Hlutaveikin | Þórarinn Eldjárn | Gullbringa | Jólin nálgast. Freysteinn Guðgeirsson er ungur drengur sem verður æ spenntari með hverjum degi sem líður. Biðin er við það að verða óbærileg. Á endanum koma þau samt og Freysteinn getur loksins, loksins farið að opna alla jólapakkana. En þá kemur dálítið í ljós sem reynist erfitt viðureignar þó allt fari vel að lokum. Myndir gerði Sigrún Eldjárn. |