Höfundur: Þórarinn Már Baldursson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Af hverju gjósa fjöll? Þorsteinn Vilhjálmsson, Jón Gunnar Þorsteinsson og Þórarinn Már Baldursson Forlagið - Mál og menning Þessi fróðlega bók, sem hér kemur út í nýrri útgáfu, geymir 40 spurningar og svör af Vísindavefnum um eldgos og eldvirkni. Öllum svörum fylgja skemmtilegar og skýrandi myndir og kort sýna helstu eldfjöll jarðar, flekaskil og íslenskar eldstöðvar, þar á meðal þá nýjustu: í Geldingadölum.
Ljósaserían Algjör steliþjófur Þórdís Gísladóttir Bókabeitan Hver var þessi undarlegi hlutur sem krakkarnir fundu í kartöflugarðinum? Hvers vegna tók flugmaðurinn hann af þeim og lét þau fá lakkrískonfekt í staðinn? Hvernig eiga þau að endurheimta hlutinn? Spennandi, fyndin, vonandi dálítið fróðleg en samt aðallega ævintýralega hversdagsleg saga! Myndir eftir Þórarin Má Baldursson.
Vísur og kvæði Þórarinn Már Baldursson Forlagið - Mál og menning Þórarinn Már Baldursson hefur lagt stund á hefðbundinn kveðskap frá ungaaldri og er vel kunnur meðal hagyrðinga landsins. Hér hefur hann safnað í bók vísum og kvæðum um allt milli himins og jarðar, ekki síst nútímabölið, náttúruna og sjálfan sig. Bráðskemmtileg bók fyrir alla vísnavini.