Höfundur: Þorvaldur Friðriksson

Keltar

– áhrif á íslenska tungu og menningu

Boðið er upp á nýja sýn á Íslandssöguna, á það sem hefur að miklu leyti verið hulið; hina stóru hlutdeild Kelta í íslenskri menningarsögu. Nýleg erfðaefnisgreining sýnir að meira en helmingur íslenskra landnámskvenna var Keltar. Hér er fjallað um það keltneska í tungu okkar og í örnefnum á Íslandi – og minjar sem eru eldri en norrænt landnám.