Keltar

– áhrif á íslenska tungu og menningu

Forsíða bókarinnar

Boðið er upp á nýja sýn á Íslandssöguna, á það sem hefur að miklu leyti verið hulið; hina stóru hlutdeild Kelta í íslenskri menningarsögu. Nýleg erfðaefnisgreining sýnir að meira en helmingur íslenskra landnámskvenna var Keltar. Hér er fjallað um það keltneska í tungu okkar og í örnefnum á Íslandi – og minjar sem eru eldri en norrænt landnám.

Fjöll, firðir, dalir og víkur, hreppar og sýslur skarta keltneskum nöfnum. Nöfn húsdýra, fugla, fiska og blóma á Íslandi sem eru ekki norræn heldur keltnesk. Framburður íslenskrar tungu er ekki norrænn heldur keltneskur.

Þá er fjallað um keltneska kristni og fyrsta hellamálverkið sem fannst á Íslandi; helgimynd í papahelli sem er eldri en norrænt landnám.

Þessi bók sætir því miklum tíðindum.

Þorvaldur Friðriksson er menntaður fornleifafræðingur og starfaði um árabil á fréttadeild Ríkisútvarpsins.