Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Keltar

– áhrif á íslenska tungu og menningu

  • Höfundur Þorvaldur Friðriksson
Forsíða bókarinnar

Boðið er upp á nýja sýn á Íslandssöguna, á það sem hefur að miklu leyti verið hulið; hina stóru hlutdeild Kelta í íslenskri menningarsögu. Nýleg erfðaefnisgreining sýnir að meira en helmingur íslenskra landnámskvenna var Keltar. Hér er fjallað um það keltneska í tungu okkar og í örnefnum á Íslandi – og minjar sem eru eldri en norrænt landnám.

Fjöll, firðir, dalir og víkur, hreppar og sýslur skarta keltneskum nöfnum. Nöfn húsdýra, fugla, fiska og blóma á Íslandi sem eru ekki norræn heldur keltnesk. Framburður íslenskrar tungu er ekki norrænn heldur keltneskur.

Þá er fjallað um keltneska kristni og fyrsta hellamálverkið sem fannst á Íslandi; helgimynd í papahelli sem er eldri en norrænt landnám.

Þessi bók sætir því miklum tíðindum.

Þorvaldur Friðriksson er menntaður fornleifafræðingur og starfaði um árabil á fréttadeild Ríkisútvarpsins.