Höfundur: Úlfar Bragason
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
| Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| Reykjaholt Revisited Representing Snorri in Sturla Þórðarson’s Íslendinga saga | Úlfar Bragason | Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum | Bókin fjallar um mynd þá sem Íslendinga saga Sturlu Þórðarsonar dregur upp af Snorra Sturlusyni. Fræðimenn hafa löngum dregið mjög í efa hlutlægni Sturlu enda hefur mynd hans af Snorra ekki hugnast þeim. Í bókinni er lýsingin á Snorra og fjölskyldu hans í Reykholti greind og skýrð út frá frásagnarfræði verksins og ætlun höfundar með verkinu. |
| Ykkar einlæg Bréf frá berklahælum | Ingunn Sigurjónsdóttir | Háskólaútgáfan | Ingunn Sigurjónsdóttir (1906–1931) smitaðist ung af berklum og dvaldist síðustu árin sem hún lifði á heilsustofnunum. Bréfin sem hún sendi þaðan foreldrum sínum og systkinum lýsa lífinu þar, lækningaaðferðum, andlegu ástandi berklasjúklinga, löngunum og þrám, en einnig þroskakostum ungrar konu sem bundin er á heilsuhælum. |