Höfundur: Valgerður Ólafsdóttir

Af hverju hefur enginn sagt mér þetta fyrr

Með því að auka skilning á því hvernig hugurinn starfar og hvernig takast má á við tilfinningar á heilbrigðan hátt byggjum við upp seiglu, vöxum og döfnum. Bókin kynnir til sögunnar verkfæri sem gagnast öllum í daglegu lífi – til að komast yfir hjalla eða til að blómstra. Sérlega læsileg og uppbyggileg bók eftir TikTok-stjörnuna Dr. Julie Smith.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Konan hans Sverris Valgerður Ólafsdóttir Benedikt bókaútgáfa Ég var Hildur hans Sverris og þú varst Sverrir hennar Hildar. Laus úr erfiðu hjónabandi lítur Hildur til baka og hugsar um mynstrin sem við lærum svo vel að á endanum vefjast þau um háls okkar eins og níðþungir hlekkir. Þetta er samtímasaga um ofbeldi og eftirsjá en einnig um þrautseigju og sátt.