Hirðfíflið
Inga Stella elst upp á þriggja kynslóða heimili. Þegar mamma verður veik eða skrítin töltir hún niður stigann til ömmu og frænku. Þannig varðveitir hún sakleysið þangað til pabbi fer líka að verða skrítinn — og alltaf skrítnari og skrítnari. Bókin tekur á hugrakkan og áhrifamikinn hátt á fíkn og andlegum veikindum foreldra.