Hulda áfallasagan
Ég er úti á Granda í bílnum. Það gerðist eitthvað innra með mér. Ég horfi út um gluggann á bílstjórahurðinni. Þá sé ég mig sex ára litla stúlku í fyrsta skipti. Ég finn að ég hafði yfirgefið hana árið 1963 á Laugarási, sumardvalarstað fyrir börn á vegum Rauða kross Íslands þar sem ég varð fyrir ofbeldi.