Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

10 dagar

(í helvíti)

  • Höfundur Magnús Lyngdal Magnússon
Forsíða bókarinnar

Miðaldra endurskoðandi vaknar upp við vondan draum í fangaklefa á þriðjudagsmorgni. Hvernig lenti hann þarna inni? Hvað gerði hann? Framdi hann glæp? Drap hann kannski einhvern? Allt er í þoku.

Fyndin og áleitin saga um sjálfsskoðun og krísu.

Þegar hann er látinn laus og staulast heim til sín í Skuggahverfið sér hann að bíllinn hans er ekki á sínum stað. Hvað gerðist eiginlega? Er hann að missa tökin? Er kannski kominn tími til að taka sjálfan sig taki?

Tíu dagar í helvíti er fyrsta skáldsaga Magnúsar Lyngdal Magnússonar. Þetta er fyndin og um leið áleitin saga um sjálfsskoðun og krísu, en jafnframt þá glímu sem sérhver nútímamaður þarf að heyja við sjálfan sig.

"Í senn einstaklega meinholl og fyndin lesning." Pétur Hrafn Árnason, sagnfræðingur