Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

10 mínútur og 38 sekúndur í þessari undar­legu veröld

Látin vændiskona liggur í ruslatunnu í skuggasundi og rifjar upp ævi sína: Uppvaxtarárin á íhaldssömu heimili, miskunnarlaust lífið á hóruhúsum Istanbul og dýrmæta vináttuna við annað utangarðsfólk – vináttu sem reynist ná langt út yfir gröf og dauða. Höfundurinn hlaut nýlega Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness.