17 ástæður til að drepa
Þau voru fullkomið par. Óaðfinnanlegt heimili, opið hjónaband, makaskipti, glæsiveislur og glansmyndinni sífellt varpað á samfélagsmiðla. Þar til unaðarlífið hlýtur hryllileg endalok. Ásta, ung og metnaðarfull rannsóknarlögreglukona, fær málið í hendurnar. 17 ástæður til að drepa er grípandi og hispurslaus morðgáta eftir höfund Utan garðs.