Útgefandi: Storytel

Schantz forlagið Á milli línanna

Hin hvatvísa Emily er kynningarstjóri á Schantz-bókaforlaginu í Stokkhólmi þar sem hún sér um sjálfhverfar rithöfundadívur og skipuleggur stærðarinnar útgáfuhóf og glæsiveislur. Einkalífið er þó enginn dans á rósum en hún er enn að ná áttum sem laus og liðug mamma eftir erfiðan skilnað þegar óvænt ást kemur eins og hvirfilbylur inn í líf hennar.

Banaráð

Móðir og barn finnast myrt á heimili sínu í rólegri íbúðagötu í Gautaborg. Á dyrabjöllunni standa fjögur nöfn, þar á meðal nafn fyrrverandi heimilisföðurins Tyve sem er starfsmaður sænsku lögreglunnar. En hvar er hann niðurkominn? Og hvar er Mia?

Blóðmeri

Kjartan Ómarsson virðist ósköp venjulegur maður, vel liðinn og viðkunnanlegur. Einn sólríkan dag fer hann í sund en skilar sér aldrei heim aftur. Það kemur öllum í opna skjöldu þegar lík hans finnst í blokkaríbúð sem hann hefur haldið leyndri fyrir konu sinni og kunningjum. Það sem verra er, Kjartan Ómarsson hefur verið myrtur á hrottafenginn hátt

Höllin á hæðinni

Þegar besta vinkona Sögu erfir hús eftir afa sinn á Eyrarvík, Berntsenhöllina, lítur hún á það sem einstakt tækifæri til að prófa eitthvað alveg nýtt. Saga flytur úr borginni til Eyrarvíkur á Vestfjörðum, í samfélag sem er fámennt og náið og þar sem aðkomufólk er sjaldséð.

Kirkjugarður hafsins

Stórbrotin ættarsaga. Týnd erfðaskrá. Hræðilegt leyndarmál. Haustið 1940, þegar Noregur er undir járnhæl Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni, verður skipsskaði úti fyrir norðurströnd landsins. Rithöfundurinn Vera Lind og Olav, ungur sonur hennar, bjargast en eiginmaður Veru ferst ásamt hundruðum annarra farþega.

Sálarhlekkir

Komið er að tímamótum í lífi Halldóru Hallbjargar Orradóttur þegar farið er að líða á ævikvöldið. Hún þarf að segja skilið við lífið sem hún þekkir og flytjast á hjúkrunarheimili með lítið annað með sér en dularfullt umslag. Nýr kafli hefst í lífi hennar en um leið rígheldur fortíðin í hana. Myrk leyndarmál, sem hlekkjað hafa sál hennar alla tíð fr