Niðurstöður

  • Storytel

Bakaríið Vest

Sigríður lifir ljúfu lífi í borginni, stundar stefnumót með misspennandi mönnum og sækir heilsulindir með vinkonu sinni. Jólaplön Sigríðar fara út um þúfur þegar bróðir hennar lendir í bílslysi og hún þarf að halda til gamla heimabæjarins og taka við rekstri Bakarísins Vest sem reynist vera í járnum. Sigríður þarf að taka á öllu sínu til að halda bakaríinu gangandi.

Dansarinn

Þegar draumar móður Tonys um frama í dansheiminum verða að engu reynir hún að færa þá yfir á son sinn með grimmilegum aðferðum – og skelfilegum afleiðingum. Í Öskjuhlíðinni finnst lík sem hefur legið þar lengi. Fljótlega kemur í ljós að hrottalegur morðingi gengur laus og að ekki er allt sem sýnist. Óskar Guðmundsson, höfundur Hilmu, færir lesendum hér magnaða spennusögu.

Frostrós

Níu konur finnast myrtar í Berlín á árunum 1940-41 og fram fer umfangsmikil leit að morðingjanum. Eitt fórnarlambanna sker sig úr: ung kona sem lögreglan kallar Frostrós. Lögreglumaðurinn Jóhann leggur allt undir í leitinni að morðingjanum. Af hverju reynir nasistaflokkurinn að villa um fyrir rannsókn morðins? Og hvað er eitt morð í ríki sem myrðir þúsundir án þess að depla auga?

Hrafninn

Hrafninn er sjötta bókin í Hjartablóðsseríunni. Ester og Gissel eru á flótta frá yfirvaldi í Mariestad. Þau ferðast að rótum fjallanna þar sem flokkur Ara tekur þeim opnum örmum. Í húmi nætur sjá þau ekki hrafnana sem fylgja skuggum þeirra en þau finna að dauðinn er nærri. Meðal flokksins búa djúpstæð leyndarmál sem gætu breytt lífinu til frambúðar.

Hringferðin

Sumarið 2020 finnst er illa útleikið lík fjölskylduföður, og skilaboð frá morðingjanum eru skilin eftir á vettvangi, rituð með blóði. Áður en langt um líður teygja angar málsins sig víða um land. Fimm manna fjölskylda af stað í hringferð um landið, ómeðvituð um hættuna sem fylgir. Hringferðin er æsispennandi krimmi sem talar beint inn í samtímann.

Hælið

Þegar undarlegir hlutir eiga sér stað á heimili nærri gamla Kópavogshælinu fer Uglu að gruna nágranna sinn um græsku. Skilaboð berast frá konu sem vistuð var á Kópavogshæli og Ugla fer að sjá fólk sem enginn annar sér. Henni verður ljóst að fjölskylda hennar er í mikilli hættu. Hælið er hrollvekjandi skáldsaga sem fær hárin til að rísa.

Jökull

Bráðsmitandi sjúkdómur skekur heiminn og hefur stráfellt helming mannkyns. Þegar leiðir Önnu og Eriks liggja saman þrátt fyrir blátt bann við slíku er ekki aftur snúið. Ástin kviknar, og á hóteli í Stokkhólmi, þar sem fólk úr efri stéttum leitar skjóls frá öngþveitinu tala Anna og Erik saman á milli herbergja með talstöð. Getur ástin sigrað í heimi sem er að hruni kominn?

Ó, Karítas

Þegar Bragi flytur með börnin í hinn friðsæla Búðardal á það að marka nýtt upphaf fyrir fjölskylduna. Hann grunar þó ekki hve fljótt hann muni hrífast af dularfullri konu í þorpinu. Undarlegir hlutir eiga sér stað á nýju heimili fjölskyldunnar og það verður ljóst að einhver ókennileg öfl leynast í Búðardal.

Silfurfossar

Kári er nýliði í lögreglunni á Hvolsvelli árið 2067. Tæknilegar framfarir hafa gert starfið tilbreytingarlítið og dauflegt. Allt breytist þegar Kári gengur óvænt inn á vettvang morðs á býlinu Silfurfossum og engin stafræn fótspor finnast. Kári og hin reynda Árný komast saman að því að ekki er allt sem sýnist, hvorki hjá heimilisfólki né hjá vélmennunum sem á býlinu starfa.

Skuggaleikur

Morðin í Leirvík 2

Lísa, besta vinkona rannsóknarfulltrúans Helenu, hverfur við undarlegar aðstæður og allt bendir til þess að henni hafi verið rænt. Helena reynir allt sem hún getur til að hafa upp á vinkonu sinni. Stuttu síðar rekur lík, sem erfiðlega gengur að bera kennsl á, á land í sjávarþorpinu Leirvík. Fljótlega kemur í ljós að ekki er allt með felldu við Eyrarsundið.

Stúlkan með rauða hárið

Rannsóknarlögreglukonan Anna finnur lík í einu af síkjum Gautaborgar. Íslensk stúlka fer sem au pair til Svíþjóðar, en hverfur sporlaust stuttu eftir að hún lendir á flugvellinum í Gautaborg. Anna er þess fullviss um að málin tengist og og vinnur í kappi við tímann í þeirri von að hún leysi málið áður en morðinginn lætur aftur til skarar skríða.

Tólf keisarar

Um árið 100 hóf Suetonius að skrifa sögu fyrstu keisara Rómaveldis. Í afar fjörugri og líflegri frásögn rekur hann afreksverk þeirra jafnt sem ótrúlega glæpi, samsæri, undirferli og yfirsjónir í rúminu í bland við orrustur, borðsiði og fjölskyldumál. Sería í 12 hlutum þar sem fjallað er um ótrúlega sögu keisaranna.