Niðurstöður

  • Storytel

Aha!

Hér bregða Sigyn Blöndal og Sævar Helga Bragason enn og aftur á leik og velta upp hinum ýmsu spurningum sem brenna á okkur. Hvert fer eiginlega kúkurinn? Og er mamma þín kannski geimvera? Í hljóðseríunni Aha! er gerð tilraun til að svara þessum og fleiri spurningum. Á leiðinni kemur reyndar líka margt í ljós sem alls enginn spurði að.

Andnauð

Árið 1990 leggur lögreglumaðurinn Kristján allt undir til að komast til botns í röð kynferðisbrota. Þrjátíu árum síðar finnst maður nær dauða en lífi í íbúð í Hafnarfirði. Munir í íbúðinni flækja mál lögreglukonunnar Láru. Við tekur æsispennandi kapphlaup við tímann þar sem Lára getur ekki treyst neinum, síst af öllu sjálfri sér.

Dauðaleit

Rannsóknarlögreglumaðurinn Halldór rannsakar hvarf stúlku í undirgöngunum í Hamraborg. Hann sér strax að málið er mjög líkt hvarfi besta vinar hans í sömu undirgöngum árið 1994. Vinurinn fannst aldrei og Halldór uppgötvar tengingu á milli ungmennanna tveggja. Skuggar fortíðar ásækja hann og enn á ný sér hann hluti sem aðrir sjá ekki.

Handritagildran: Bókaþjófurinn kjöldreginn

Síðustu misseri hefur dularfullur aðili valdið usla í íslenskri bókaútgáfu með glæpsamlegu athæfi. Hann hefur stolið handritum, hótað útgefendum og virðist hafa viðkvæmar upplýsingar um einkalíf fólks í bókmenntageiranum í höndum. Eftir handtöku FBI á 29 ára Ítala í New York virðist málið leyst, en ein mikilvæg spurning stendur eftir: Af hverju?

Hundrað óhöpp Hemingways

Glæpasagnadrottningin Lilja Sigurðardóttir fetar hér nýjar slóðir og leiðir hlustendur í gegnum ævi rithöfundarins Ernests Hemingways, allt frá æsku hans sem lítil stúlka til harmrænna endaloka hans. Örn Árnason túlkar Hemingway af sinni alkunnu snilld, og á leiðinni er staldrað við fjölmörg ævintýraleg óhöpp skáldsins.

Skerið

Ási vaknar einn og yfirgefinn á hótelherbergi á Tene eftir fyllerí. Hann er rólegur í fyrstu en gamanið er fljótt að kárna. Pési vinur hans er horfinn og Ási er fastur á eyjunni, sem á sér dularfulla fortíð. Fljótt kemst hann að því að hann er í mikilli hættu. Skerið er hljóðsería í sex hlutum þar sem hljóðbókarformið er tekið á næsta stig.

Skuggabrúin

Í fjarlægri framtíð, á ísilagðri jörð, hafa allar stjörnurnar slokknað nema ein; án hennar væri vetrarmyrkrið algert. Þegar síðasta stjarnan hverfur verða Dimmbrá og Hnikar viðskila og hrekjast um heimskautið. Ekki er allt sem sýnist og myrkrið grúfir yfir. Hvað varð um stjörnuna, hvernig tengist hún skuggabrúnni — verður hægt að afstýra almyrkva?

Sögur fyrir jólin

Sögur fyrir jólin er hugljúft og hrífandi jólaævintýri sem skiptist í 24 kafla sem tilvalið er að hlusta á fyrir svefninn og kalla fram kyrrð og ró í aðdraganda jólanna.

Sögustund með Afa

Örn Árnason rifjar hér upp dásamlega takta sem Afi allra landsmanna og býður börnunum í notalega sögustund. Með Afa geta þau slappað af og lært um allt mögulegt milli himins og jarðar. Börnin fá að heyra skemmtilegar sögur, jafnt gamlar sem nýjar og kynnast því hvernig lífið var hér áður fyrr. Það er alltaf gott að eiga rólega stund með Afa.

Trúnaður

Það er komið að saumaklúbbi og vinkonurnar fimm sem hafa þekkst síðan í menntaskóla hafa allar ólíkar væntingar til kvöldsins. Í aðdraganda saumaklúbbsins fylgjumst við með þeim undirbúa sig og setja á sig grímuna fyrir kvöldið. Draugar fortíðar banka upp á og uppgjörið framundan er óumflýjanlegt. Vinkonuhópurinn verður aldrei samur.

Trölladans

Jonni neyðist til að fara með pabba sínum á fund í gömlum sveitabæ þvert gegn vilja sínum. Á meðan Jonni bíður eftir að fundurinn klárist ráfar hann upp í fjallið Tröllahyrnu fyrir ofan bæinn og festist í gjótu. Sem betur fer kemur Tóta honum til bjargar en hún reynist vera tröllastelpa sem býr í Tröllabyggð ásamt öllum hinum tröllunum.

Við erum bara að reyna að hafa gaman

Hvers vegna er Doritos þjóðarsnakk Íslendinga? Hvað getum við lært um ást af kvikmyndinni Groundhog Day?Af hverju eigum við að varast drauma okkar? Og af hverju er svona erfitt að reyna að hafa gaman? Í þessari bráðskemmtilegu bók reynir Halldór Armand að svara þessum spurningum og fjölda annarra.

Yfirsjónir

Yfirsjónir er safn fimm samtengdra smásagna sem hverfast um ofbeldi og afleiðingar þess. Sjónarhornið er oft óvænt og frásögnin margslungin. Sérhver saga er sjálfstætt verk. Sögurnar geta bæði verið nístandi sorglegar og launfyndnar en allar eiga þær það sammerkt að hitta lesandann í hjartastað.

Ævintýri Freyju og Frikka

Bókaflokkur

Freyja og Frikki eru 11 ára systkini, góðir vinir en býsna ólík: Freyja er fjörugt ólíkindatól en Frikki er hæglátur bókaormur sem hugsar sitt. Ævintýri Freyju og Frikka er sannkölluð ævintýraferð um framandi slóðir fyrir alla fjölskylduna.