1794
Vaktarinn einhenti, Mikael Cardell, fær óvænta heimsókn þegar fátæk kona leitar til hans með undarlegt erindi. Hún er sannfærð um að dóttir hennar hafi verið myrt á brúðkaupsnóttina en kemur alls staðar að lokuðum dyrum. 1794 er önnur bókin í þríleik en fyrsta bókin, 1793, sló í gegn þegar hún kom út.