Niðurstöður

  • Forlagið - JPV útgáfa

1795

Þriðji og síðasti hluti hins myrka metsöluflokks sem gerist í Stokkhólmi í lok átjándu aldar. Tycho Ceton leikur enn lausum hala og bruggar djöfullegar áætlanir til að uppfylla kvalalosta valdamikilla manna. En hann er með Mickel Kardell og Emil Vinge á hælunum, sem vita vel að tíminn er að renna þeim úr greipum.

Blástjarna efans

Þetta er sjötta ljóðabók Valdimars Tómassonar sem eins og í fyrri bókum sínum yrkir í knöppu formi og með markvissu og afar fáguðu myndmáli um djúpar og stundum sárar tilfinningar.

Dalurinn

Sif dvelur ein í sumarbústað vestur á fjörðum við ritgerðaskrif. Umfjöllunarefnið eru draugar og vættir dalsins sem aldrei hafa raskað ró hennar fyrr en nú. Sem betur fer er æskuvinur ekki langt undan og jafnvel ferðamaður í vanda veitir visst öryggi – þar til allt sveipast skyndilega óvissu og Sif veit ekki lengur hverju er hægt að treysta. Hér...

Elsku sólir

Systurnar Ársól og Sunna þurfa að halda fyrirvaralaust til Spánar til að hitta móður sína sem er við dauðans dyr. Ekkert í sambandi mæðgnanna er einfalt og fortíðin lituð vonbrigðum og sársauka. Æskuvinkona móðurinnar slæst með í för en á Spáni tekur við atburðarás sem engin þeirra átti von á og allt í einu eru þær orðnar þátttakendur í sérkenni...

Gísl

Stuttu eftir flugtak frá London til Sidney fær flugfreyjan Mina hrollvekjandi, nafnlaus skilaboð. Einhver ætlar að sjá til þess að flugvélin komist ekki á áfangastað – og krefst þess að hún taki þátt í því. Sá hinn sami veit hvernig hann getur þvingað Minu til verksins. Hörku spennudrama frá margverðlaunaða metsöluhöfundinum Clare Mackintosh.

Gralli Gormur og stafaseiðurinn mikli

Gralli Gormur og stafaseiðurinn mikli er loksins fáanleg að nýju, lífleg saga þar sem fróðleikur og skemmtun eru fléttuð saman á einstakan hátt. Bergljót Arnalds er einn af okkar vinsælustu barnabókahöfundum og hefur skrifað fjölda metsölubóka, þar á meðal Stafakarlana og Talnapúkann.

Hvað er Drottinn að drolla?

Miðaldra bókhaldari vaknar skyndilega upp sem gjafvaxta ungmey í Englandi á 14. öld. Þar bíða hennar ýmis vandræði: vafasamar hreinlætisvenjur, brúðgumar til að bíta af sér og manndrápsplága sem breiðist út með ógnarhraða. En lífsreynd 20. aldar kona hefur ýmis ráð undir rifjum. Bleksvartur og beittur Auðarhúmor eins og hann gerist bestur.

Ísland pólerað

Ísland pólerað er safn örsagna og ljóða eftir Ewu Marcinek, pólskan rithöfund sem búsett er í Reykjavík. Með húmor og kaldhæðni að vopni lýsir hún raunveruleika ungrar konu sem flytur til Íslands til þess að hefja nýtt líf á nýju tungumáli. Bókin hefur þegar hlotið frábærar viðtökur þar sem nýrri rödd í íslenskum bókmenntum er fagnað.

Jagúar skáldsins

Rjómahvítur glæsivagn dregur að sér athygli vegfarenda sem eiga leið um Mosfellsdal á sumrin, gljábónaður á hlaðinu við Gljúfrastein þar sem eigandinn átti heima í áratugi: Jagúar skáldsins. Hér segir Óskar Magnússon rithöfundur dásamlegar skemmtisögur af bílnum og nóbelsskáldinu Halldóri Laxness, en hann kynntist báðum og hlutaðist nokkuð til u...

Kvöld eitt á eyju

Pistlahöfundinum Cleo Wilder finnst hugmyndin um að giftast sjálfri sér á afskekktri eyju við Írlandsstrendur og skrifa um það grein afar kjánaleg en er alveg til í ókeypis frí svo hún slær til. Á eynni kemur í ljós að eini gististaðurinn er tvíbókaður en geðstirði ljósmyndarinn Mack neitar að gefa upp plássið. Hvort þeirra á að sofa á sófanum?

Liðin tíð

Jack Reacher er á leið til Kaliforníu þegar hann kemur auga á skilti með nafninu Laconia – sem er heimabær föður hans. En þegar hann fer að grafast fyrir um fólkið sitt er fátt um svör. Á sama tíma er ungt par á ferðalagi frá Kanada til New York. Þegar bíllinn þeirra bilar finna þau mótel úti í auðninni en þar er ekki allt eins og það á að vera.

Minningar skriðdýrs

Á heitum ágústdegi hverfur ellefu ára stelpa sporlaust í verslunarmiðstöð. Í framhaldinu þarf móðir hennar líka að láta sig hverfa – til annars lífs og annars tíma. Minningar skriðdýrs er grípandi sálfræðitryllir en jafnframt áhrifamikil skáldsaga um að finna sér stað í lífinu – og að læra að elska – sem hefur vakið gríðarmikla athygli.

Næturverk

Næturverk eftir meistara Sjón er mögnuð og marglaga, djúpskyggn og draumkennd ljóðabók, þar sem innri sýn og ytri veruleiki mætast í nóttinni. Auðugt myndmálið kveikir sterkar kenndir og knýjandi hugsanir um mannskepnuna og veröldina, myrkar goðsagnir og hversdagslegur veruleiki kallast á og orðfærið er engu líkt.

Sextíu kíló af kjaftshöggum

Gesti Eilífssyni þykir nútíminn arka hægt um síldarsumur í Segulfirði. Hann er átján ára fyrirvinna fimm manna heimilis, fátæktin er sár en þó er ekki laust við ljósglætur eins og óvæntan unað ástarinnar. En dag einn vilja stórhuga framtíðarmenn kaupa gömlu Skriðujörðina af fóstra Gests. Skáldsagan hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2021, líkt o...

Stórasta land í heimi

Þrautabók um Ísland

Ísland er sannarlega skrítinn og skemmtilegur hrærigrautur, í senn heitt og kalt, lítið og stórt o.s.frv. – og þjóðin sem byggir það sömuleiðis alveg sérstök, fámenn en samt svo áberandi. Bókin er full af heilabrotum, fróðleik og skemmtun og geymir næstum því allt sem gott er og gaman að vita um þetta stórasta land í heimi. Einnig til á ensku.

Stuldur

Samastúlkan Elsa verður vitni að því þegar sænskur granni drepur hreindýrskálfinn hennar. Hún segir ekki frá enda skiptir lögreglan sér aldrei af því þótt Samarnir verði fyrir tjóni og grannarnir hæðast að menningu þeirra. Þegar Elsa vex úr grasi berst hún gegn misréttinu en þá vitjar fortíðin hennar. Höfundur byggir söguna á raunverulegum atvikum.

Tríó

Thora er einkabarn auðugra bóhemforeldra, fædd með silfurskeið í munni inn í sænska yfirstétt. Hún og August eru bernskuvinir en rót kemur á samband þeirra þegar Hugo kemur til sögunnar. Þau dragast hvert að öðru en undir yfirborðinu krauma andstæður, stéttamunur, ást – eða óvissa um ást – og jafnvægið sem ríkir á milli þeirra er afar viðkvæmt.

Vísindalæsi

Umhverfið

Mannkynið hefur breytt umhverfinu meira en nokkur önnur dýrategund. Hér segir af fólki sem gerði stórar uppgötvanir sem leiddu til lausna í umhverfismálum og bættu lífið á Jörðinni. Skemmtileg og hvetjandi léttlestrarbók í nýjum bókaflokki sem eflir vísindalæsi forvitinna krakka frá sex ára aldri. Bókin er prýdd fjölmörgum fjörlegum litmyndum.