Útgefandi: Forlagið - JPV útgáfa

Gestir

Þegar ókunnug læða gýtur kettlingi heima hjá Unni neyðist hún til að til veita köttunum skjól og hlúa að þeim ásamt eiganda þeirra, Ástu. Með konunum tveimur tekst óvænt vinátta og smám saman hleypa þær hvor annarri inn í sína myrkustu kima, áföll og ástarsambönd. Þegar ógn steðjar að standa þær saman – jafnvel þótt það kosti ósegjanlega glæpi.

Kóngsríkið 2 Kóngurinn af Ósi

Veldi bræðranna Carls og Roy Opgard riðar til falls þegar erkióvinur þeirra, lögreglustjórinn Kurt Willumsen, hefur fundið nýja tækni sem hann telur geta sannað sekt þeirra í óupplýstum morðum fortíðar. Óveðurskýin – og líkin – hrannast upp og bræðurnir lenda í blóðugu kapphlaupi við réttvísina. Mögnuð saga eftir meistara norrænu glæpasögunnar.

Útvörðurinn

Jack Reacher kemur í veg fyrir mannrán í smábæ í Tennessee-fylki. Tölvukerfi bæjarins liggur niðri eftir gagnaárás og maðurinn sem Reacher bjargaði reynist vera fyrrum upplýsingatæknistjóri plássins. En hvers vegna eru allir þessir rússnesku glæponar á höttunum eftir óbreyttri tölvublók? Þetta er tuttugasta og fimmta bókin um töffarann Reacher.