Útgefandi: Forlagið - JPV útgáfa

Gestir

Þegar ókunnug læða gýtur kettlingi heima hjá Unni neyðist hún til að veita köttunum skjól og hlúa að þeim ásamt eiganda þeirra, Ástu. Með konunum tveimur tekst óvænt vinátta og smám saman hleypa þær hvor annarri inn í sína myrkustu kima, áföll og ástarsambönd. Þegar ógn steðjar að standa þær saman – jafnvel þótt það kosti ósegjanlega glæpi.

Stúlka með fálka

Skáldævisaga – fullorðinsminningar

Sjálfstætt framhald fyrri bóka þar sem höfundur rekur eigin ættarsögu og ævi. Hér stendur hún á sjötugu og lítur um öxl, sögutíminn frá miðjum níunda tug síðustu aldar til nútímans. Sem fyrr er Þórunn hispurslaus og opinská og hlífir sér hvergi – frásögnin er full af visku og vangaveltum, fyndin og gáskafull en um leið blandin trega og söknuði.

Útvörðurinn

Jack Reacher kemur í veg fyrir mannrán í smábæ í Tennessee-fylki. Tölvukerfi bæjarins liggur niðri eftir gagnaárás og maðurinn sem Reacher bjargaði reynist hafa verið upplýsingatæknistjóri í plássinu. En hvers vegna eru allir þessir rússnesku glæponar á höttunum eftir óbreyttri tölvublók? Þetta er tuttugasta og fimmta bókin um töffarann Reacher.