Útgefandi: Forlagið - JPV útgáfa

Österlen-morðin Banvænn fundur

Morð er framið á stóra fornmunamarkaðinum sem haldinn er árlega á Österlen. Lögreglumaðurinn reglufasti, Peter Vinston, er í fríi í grenndinni og fyrir tilviljun lendir hann í því að leysa málið ásamt lögreglukonu staðarins. Þetta er önnur sagan í bókaflokknum um Österlen-morðin en sú fyrsta, Dauðinn á opnu húsi, hlaut afar góðar viðtökur.

Einmana

Tengsl og tilgangur í heimi vaxandi einsemdar

Fróðlegt rit þar sem einsemdin er skoðuð frá ýmsum hliðum. Farið er yfir það hver eru einmana, hvenær og af hverju en jafnframt leitast við að varpa ljósi á það sem einmanaleikinn getur kennt okkur og hvernig bregðast megi við honum. Útkoman er áhugaverð bók um mikilvægi tengsla og þá merkingu sem finna má í lífinu þrátt fyrir einsemd.

Vísindalæsi #5 Kúkur, piss og prump

Allt í náttúrunni er hluti af hringrás. Þú líka! Meltingin þín leikur nefnilega algjört lykilhlutverk þar. Heimurinn verður svo fallegur og forvitnilegur þegar við uppgötvum hvernig allt er tengt. Meira að segja kúkur, piss og prump verður bara … spennandi! Það sem mestu máli skiptir er að vera forvitin og þora að spyrja spurninga.

Mandla

Þegar grindhoruð læða birtist á hjúkrunarheimili tekur öldrunarlæknirinn Eva henni fagnandi. Hún veit að gæludýr hafa góð áhrif á vistmenn slíkra stofnana og berst fyrir því að kötturinn fái að vera. Fljótlega tekur hún eftir því að allir sem læðan Mandla tekur ástfóstri við látast skömmu síðar. Getur verið að hún geti spáð fyrir um andlát fólks?

Rottueyjan og fleiri sögur

Fimm hrollvekjandi framtíðarsögur eftir krimmakónginn Nesbø. Veröld sagnanna er framandi og uggvænleg en mannlegt eðli er þó samt við sig. Ást og afbrýði, græðgi og þrá stýra gjörðum persónanna og grimmd og gæska togast á í sálarlífi þeirra. En þótt frásagnirnar séu myrkar og hryllingurinn skefjalaus lifir vonin um að mennskan sé seigasta aflið.

Vatn á blómin

Violette er kirkjugarðsvörður í litlu þorpi í Frakklandi. Þegar sársaukafull fortíðin ryðst óvænt inn í friðsælt líf hennar, neyðist hún til að rifja upp leiðina til heilunar og bata. Þetta er hrífandi saga um sorg og seiglu, einmanaleika og lífsfyllingu, móðurást og vináttu. Bók sem hefur heillað lesendur víða um heim og selst í milljónum eintaka.