Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Á heimaslóð

  • Höfundur Alfreð Washington Þórðarson
Forsíða bókarinnar

Alfreð Washington Þórðarson var einn þeirra sem settu sterkan svip á listalíf Vestmannaeyja á fyrri hluta og fram yfir miðja síðustu öld. Hann samdi mörg falleg og grípandi lög sem urðu vinsæl en önnur hafa smám saman gleymst. Með þessari útgáfu á 14 lögum Alfreðs við ljóð þekktra Eyjamanna leita lög hans heim til Eyja að nýju.

Alfreð Washington Þórðarson var einn þeirra sem setti sterkan svip á listalíf Vestmannaeyja á fyrri hluta og fram yfir miðja síðustu öld. Hann samdi mörg falleg og grípandi lög sem urðu vinsæl en önnur hafa smám saman gleymst. Hér í Eyjum lék hann bæði á nikkuna og píanóið á kaffihúsum, á skemmtunum og dansleikjum ýmist einn eða með öðrum í hinum ýmsu hljómsveitum.

Í þessari útgáfa birtast á nótum og í útsetningu 14 lög eftir Alfreð, nokkur við ljóð þekktra Eyjamanna en önnur sem lög án texta. Útgáfan er vonandi kærkomin, bæði þeim sem þekkja lög Alfreðs og einnig hinum sem hafa heyrt minnst á þau en þekkja lítt eða ekkert. Með útgáfunni, Á heimaslóð, má á vissan hátt segja að lög Alfreðs Washington Þórðarsonar við ljóð margra vina hans hafi leitað heim til Eyja að nýju. Þangað eru þau sannarlega velkomin og vonandi njótum við þeirra um langa framtíð.