Útgefandi: Bókaútgáfan Sæmundur

Fjörusprek og Grundargróður

Rúnar Kristjánsson er baráttuskáld. Hann yrkir ljóð til þess að vekja athygli á því sem betur má fara og kveikja von í brjósti þeirra sem minna mega sín. Í ljóðunum má finna trúarhita skáldsins, væntumþykju og von um betri og bjartari veröld, en líka illan grun um að maðurinn sé að villast á vegferð sinni. Rúnar er skáld hins hefðbundna ljóðforms.

Hlutskipti

Saga þriggja kynslóða

Árið 1969 varð það hlutskipti systkinanna í Sænska húsinu að horfa á föður sinn leiddan saklausan í lögreglufylgd út af heimili sínu. Móðirin yfirgaf heimilið skömmu síðar. Hún fór burt með ástmanni sínum eina vornóttina og tók aðeins þrjú yngstu börnin með sér. Fjórum börnum var ráðstafað af barnaverndarnefnd Selfosshrepps. Bókarhöfundur komst um

Hrópað úr tímaþvottavélinni

„Í dag eru teknar milljónir mynda. Þær eru helst aldrei skoðaðar. Enda ekki teknar til þess. Heldur til að drepa tímann. Festa tímann. Frysta tímann. Ef tíminn er þá til.“ Hvergi fremur en í þessari angursáru bók ljóða og athugasemda gefur að líta skorinorðari greiningu á stöðu nútímamannsins – þess manns sem virðist úreltur fyrir aldur fram.

Hugleiðingar

Miðaldra, hvítur, íslenskur, sískynja, gagnkynhneigður karlmaður yrkir um samtímann og farinn veg

Hér er ort um miðaldra, hvítan, íslenskan, sískynja, gagnkynhneigðan karlmann sem hefur það ansi gott. Það er of lítið ort um slíka menn. Þemu bókarinnar eru samfélagsskoðun, lífsspeki og minnisstæð augnablik. Sum eru gamansöm en önnur eru alvarlegri. Ljóðin tala sínu máli og best skoða og máta sig við þau. Höf. er rannsóknarlögregla og rithöfundur

Huldukerfi heimsbókmenntanna

Skyggnst inn í bókakost íslenska esperantosambandsins

Huldukerfi heimsbókmenntanna er safn pistla um valdar bækur í einstöku bókasafni íslensku esperantohreyfingarinnar. Pistlarnir varpa ljósi á fjölskrúðuga bókaútgáfu á alþjóðamálinu og þá ólíku hugmynda- og menningarstrauma sem borist hafa hingað til lands með útgáfustarfsemi esperantista sem nær aftur til ársins 1887.

Höfuðlausn

Yfirsjúkraþjálfari á hjúkrunarheimili kynnist öldungi sem ákveður að trúa honum fyrir leyndarmáli aftan úr þoku aldanna áður en hann hverfur þangað sjálfur. Sagan teygir sig aftur fyrir síðustu aftökuna á Íslandi, sögumennirnir eru fjórir og eiga það sameiginlegt að heita Jón og burðast með sannleika sem þá hefur skort hugrekki til að opinbera.

Í stríði og friði fréttamennskunnar

eða uppgjörið við alla mína fjölmiðlatíð

Sigmundur Ernir Rúnarsson fléttar saman æviminningum sínum og uppgjöri við einstaklega litríkan fjölmiðlaferil í návígi við stærstu atburði í lífi þjóðarinnar. Um leið er frásögnin Íslandssaga sem nær frá forpokuðu klíkusamfélagi karlveldisins til frelsis og fjölbreytileika sem þó glímir alltaf við afturhaldið.