Útgefandi: Bókaútgáfan Sæmundur

Síða 1 af 2

Ég er ekki fullkominn!

Ég stjórna – ekki kvíðinn

Ég hef verið á botninum vegna hamlandi kvíða og líka upplifað tímabil þar sem ég tók miklum framförum. Á síðustu árum hef ég verið að uppskera eftir mikla vinnu sem ég lagði á mig. Það er von mín og trú að þessi bók komi mörgum að gagni sem glíma við kvíða en geti einnig hjálpað þeim sem ekki hafa upplifað slíkt til að skilja um hvað málið snýst.

Hóras prins af Hákoti

Uppgjafabóndinn Hóras gerist róni í Reykjavík á sjöunda áratug 20. aldar. Hann kemur víða við sögu, er um tíma formaður 17. júní nefndar borgarinnar og síðar forsætisráðherra – en stefnumálin eru vafasöm og sögulok ill. Drepfyndinn harmleikur í bundnu máli, ortur af galsafenginni ófyrirleitni sem kankast á við klassískan skáldskap fyrri alda.

Litla gula hænan

Þessi frægasta dæmisaga hérlendis, ættuð úr Vesturheimi, var mörgum fyrsta lesefni ævinnar. Hún er ekki síður eftirminnileg fyrir tæran réttlætisboðskap sem oft er vitnað til. Í bókinni eru fleiri kunnuglegar sögur, svo sem um sætabrauðsdrenginn og Unga litla. Hér hafa myndir úr fyrstu útgáfu bókarinnar frá 1930 verið endurgerðar.

Fjögur bindi í öskju Saga Eymundar og Halldóru í Dilksnesi

Samfélagið sunnan jökla 1840-1902

Eymundur og Halldóra í Dilksnesi brutust til efna og mannvirðinga í allsleysi 19. aldar, þau eignast 16 börn og koma víða við í atvinnu og menningu. Hann var smiður, hafnsögumaður, læknir og skáld. Erfiðleikar í bland við frelsisþrá leiða fjölskylduna til Vesturheims 1902 en fimm árum síðar koma þau aftur heim í Hornafjörð og búa þar til æviloka.