Á nóttunni er allt blóð svart

Þegar Alfa Ndiaye treystir sér ekki til að veita æskuvini sínum Mademba Diop náðarhöggið þar sem hann liggur illa særður milli skotgrafa í fyrri heimsstyrjöldinni brestur eitthvað innra með honum og hefndarþorsti heltekur hann. Í fyrstu dást félagarnir að hugrekki Alfa en þegar voðaverkunum linnir ekki hættir þeim að lítast á blikuna.

Fransk-senegalski rithöfundurinn David Diop varpar ljósi á fáránleika skotgrafahernaðarins sem einkenndi fyrri heimsstyrjöldina, þar sem um tvö hundruð þúsund fótgönguliðar frá Vestur-Afríku létu lífið fyrir Frakkland. Afrísku hermennirnir gengu undir nafninu Chocolats vegna húðlitarins og var þeim ætlað að vekja skelfingu hjá óvininum sem mannætur og villimenn vopnaðir sveðjum.

David Diop (f. 1966) fæddist í Frakklandi en ólst upp í Senegal og flutti svo aftur til Frakklands til að fara í háskólanám. Hann er með doktorspróf frá Sorbonne háskóla og hefur sérstaklega rannsakað birtingarmyndir Afríkubúa í átjándu aldar bókmenntum Evrópu.

Ásdís Rósa Magnúsdóttir, þýðandi bókarinnar og prófessor í frönsku við Háskóla Íslands, skrifar eftirmála.

Útgáfuform

Kilja

Fáanleg hjá útgefanda

Forsíða bókarinnar