Útgefandi: Angústúra

Heaven

Sögumaðurinn er fjórtán ára. Hann hefur lengi mátt þola einelti jafnaldra sinna. Dag einn berst honum óvænt bréf frá bekkjarsystur sinni. Það er upphafið að vináttu byggðri á sameiginlegri reynslu þeirra. En hvers virði er vinátta sem á sér rætur í ótta og sársauka? Og hefur þjáningin merkingu? Magnað verk frá einum áhugaverðasta höfundi Japan.

Kramp

Hin sjö ára M slæst í för með föður sínum D milli bæja þar sem hann selur byggingarvörur frá framleiðandanum Kramp á tímum Pinochet-harðstjórnarinnar í Chile. Saklaust barnið heillast af heimi farandsölumannanna og gerir sér aðeins óljósa grein fyrir þeirri pólitísku spennu sem kraumar undir niðri í samfélaginu.

Álfheimar Ófreskjan

Konáll, Soffía, Pétur og Dagný hafa verið krýnd konungar í heimi álfanna. Konáll er alsæll í nýju hlutverki þótt hann kæri sig lítið um áskoranir sem fylgja. Fljótlega taka þau eftir illum öflum sem kannski hafa slæðst úr öðrum heimum og yfir vofir að hin ógurlega ófreskja Vritra geti losnað úr álögum og þá er bæði konungsríkinu og heiminum hætt.

Paradís

Yusuf er barn að aldri þegar auðugur kaupmaður af ströndinni tekur hann upp í skuldir foreldra hans. Hættuleg fegurð drengsins verður til þess að hann fylgir kaupmanninum í leiðangur inn í Tansaníu þar sem Yusuf kynnist töfrum fjallanna, víðáttu vatnanna, framandi siðum og hversu óvægið lífið getur verið. Merkilegt verk eftir Nóbelsverðlaunahafa.

Reykjavík sem ekki varð

Saga bygginga í Reykjavík rakin sem í upphafi átti að reisa á öðrum stað eða í annarri mynd en flestir þekkja. Í þeirri Reykjavík sem ekki varð stendur Alþingishúsið í Bankastræti, Háskóli Íslands á Skólavörðuholti og Þjóðleikhúsið á Arnarhóli. Stórfróðleg og skemmtileg saga sem ríkulegt myndefni gerir ljóslifandi.

Sólarupprás við sjóinn

Þegar örlögin feykja örmagna Marisu á afskekkta eyju úti fyrir ströndum Cornwall vonast hún til að fá að jafna sig í friði. Fyrr en varir er hún farin að hjálpa til í vitanum hjá Polly og Huckle og leggja á ráðin um að blása nýju lífi í Litla bakaríið. Getur verið að hún hafi frekar þörf fyrir nánd en næði? Ljúflestur eftir skoska metsöluhöfundinn.