Niðurstöður

  • Angústúra

Að borða Búdda

Að borða Búdda

Líf og dauði í tíbeskum bæ

Þegar Rauði her Maos Zedong flúði inn á hásléttu Tíbets voru hermennirnir svo hungraðir að þeir rændu klaustrin og borðuðu trúarlegar styttur úr byggmjöli og smjöri – og álitu að þeir væru að leggja sér sjálfan Búdda til munns. Demick varpar ljósi á menningu sem hefur verið rómantíseruð af Vesturlandabúum og hvað það þýðir að vera Tíbetbúi í nútímanum, reyna að varðveita mennin...

Að borða Búdda

Að borða Búdda

Líf og dauði í tíbeskum bæ

Þegar Rauði her Maos Zedong flúði inn á hásléttu Tíbets voru hermennirnir svo hungraðir að þeir rændu klaustrin og borðuðu trúarlegar styttur úr byggmjöli og smjöri – og álitu að þeir væru að leggja sér sjálfan Búdda til munns. Demick varpar ljósi á menningu sem hefur verið rómantíseruð af Vesturlandabúum og hvað það þýðir að vera Tíbetbúi í nútímanum, reyna að varðveita mennin...

Akam, ég og Annika

Hrafnhildur flytur til Þýskalands með fjölskyldu sinni þegar stjúpfaðir hennar fær þar vinnu. Nýi skólinn er strangur og hún saknar fólksins heima. Það er erfitt að vera nýja stelpan í bekknum, mállaus og vinalaus, en það virðist vera til verra hlutskipti. Hverjum getur hún eiginlega treyst? Af hverju vill Annika endilega vera vinkona hennar – og í hvaða vandræðum er Akam?

Álfheimar

Bróðirinn

Pétur er nýfluttur heim frá París til að hefja nám í menntaskóla. Hann eignast strax vini í skólanum, þau Konál og Soffíu, og kynnist hinni fögru Dagnýju en litli bróðir hennar hvarf sporlaust tíu árum áður. Fljótlega áttar Pétur sig á að einhver fylgist með hverju skrefi hans. Og af hverju er Sæunn frænka alltaf að tala um álfasteina … álfar eru bara til í sögum – ekki satt? F...

Ef við værum á venjulegum stað

Í borginni Lagos de Moreno í Mexíkó eru fleiri kýr en manneskjur og fleiri prestar en kýr. Íbúarnir gera uppreisn gegn stjórnvöldum vegna kosningasvindls sem verður upphafið að kostulegu ferðalagi sögumanns um ólíkar deildir hins mexíkanska þjóðlífs. Skálkasaga um spillta pólitíkusa, stórar fjölskyldur og hvað það þýðir að tilheyra millistétt í Mexíkó. Áður hefur komið út á ísl...

Engir hnífar í eldhúsum þess­arar borgar

Mögnuð fjölskyldusaga sem gerist á árunum 1963–2005 í Aleppo, Sýrlandi. Borgin, áður vagga menningar og ríkidæmis, er bókstaflega að hrynja og endurspeglar andlegt hrun fjölskyldunnar, vina, fjandmanna og elskenda í grimmilegu einræðinu. Eftir þekktasta samtímahöfund Sýrlands, Khaled Khalifa, sem búsettur er í Damaskus. Áður hefur komið út á íslensku eftir Khalifa Dauðinn e...

Jól á eyja­hótelinu

Jólin nálgast og Flora hefur í nógu að snúast þótt hún sé í fæðingarorlofi. Hún hefur áhyggjur af Fintan bróður sínum sem á erfitt með að finna lífsgleðina eftir að hafa misst eiginmann sinn, Colton. Þau systkinin ætla að standsetja hótelið sem Finton erfði eftir Colton og stefna á að opna fyrir jólin en það eina sem Fintan gerir er að ráða til starfa bráðlyndan franskan kokk o...

Koma jól?

Jólaljóðabók eftir einstaka listamenn sem kveðst á við fræga bók Jóhannesar úr Kötlum, Jólin koma. Hér er að finna nýjustu fréttir af Grýlu og Jólakettinum og jafnframt stíga hinar jökulhressu Grýludætur, systur jólasveinanna, fram úr þúsund ára löngum skugga bræðra sinna og arka til byggða, hver með sínu lagi og hrekkjabrögð í farteskinu. Myndir bókarinnar eru dúkrist...

Kristín Þorkelsdóttir

Fáir hafa skilað af sér jafn mörgum þekktum verkum hér á landi sem skipa viðlíka sess í íslenskri sjónmenningu og grafíski hönnuðurinn Kristín Þorkelsdóttir. Hún hefur hannað urmul auglýsinga, fjölmargar bókarkápur og ýmis rótgróin merki sem hafa verið landsmönnum sýnileg á skiltum, pappír og skjáum í yfir fimm áratugi, ásamt íslensku peningaseðlunum og vegabréfinu. Kristín sto...

Laugavegur

Einstaklega áhugaverð bók um byggingar- og verslunarsögu aðalgötu Reykjavíkur, í máli og myndum. Höfundar gera tilraun til að útskýra hvers vegna byggingar við Laugaveg eru jafn fjölbreyttar og raun ber vitni. Í bókinni er að finna fróðleik um yfir hundrað húsnúmer við Bankastræti og Laugaveg. Fyrri bók höfunda, Reykjavík sem ekki varð, seldist upp í þrígang og hefur l...

Leyndarmál

Emma er ögn seinheppin en nokkuð sátt við lífið þegar hún lendir í erfiðri flugferð, og meðan flugvélin tekur dýfur og aðrir farþegar leggjast á bæn, missir Emma út úr sér öll sín dýpstu leyndarmál. Eins gott að náunginn við hliðina á henni er ókunnugur og engin hætta á að hitta hann aftur ... eða hvað? Myljandi fyndin saga eftir metsöluhöfundinn Sophie Kinsella.

Litla bókabúðin við vatnið

Þegar Zoe býðst að sjá um bókabílinn fyrir Ninu í hálöndunum og gæta barna fyrir herragarðseigandann og einstæða föðurinn Ramsay Urquart í skiptum fyrir húsnæði, grípur hún tækifærið í von um betra líf fyrir sig og son sinn. Sú ákvörðun á eftir að reynast afdrifarík fyrir fleiri en þau mæðginin. Sjálfstætt framhald Litlu bókabúðarinnar í hálöndunum.

Seiðmenn 4

Að eilífu, aldrei

Ósk og Xar hafa fundið hráefnin fyrir nornaförgunargaldurinn og nú kallar nornakóngurinn þau til sín að Tjörn hinna týndu. En fyrst verða þau að blanda seyðið … Geta þau sigrast á hinum hungraða gandormi og flúið með Bikar nýrra færa? Og verður galdurinn nógu öflugur til að aflétta BÖLVUNINNI yfir Villiskógunum eða munu nornirnar ráða AÐ EILÍFU? Fjórða og síðasta bókin í æsispe...

Tsjernobyl-­bænin

Framtíðarannáll

Tsjernobyl-slysið er stærsta kjarnorkuslys allra tíma. Geislunin hafði hörmuleg áhrif á líf hundruði þúsunda manna til frambúðar en ráðamenn reyndu að þagga slysið niður. Þetta er vitnisburður þeirra sem lifðu af, skráður af hvítrússneska rithöfundinum og blaðamanninum Svetlönu Aleksíevítsj sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2015. Vinsælu Tsjernobyl-þættirnir eru að h...

Verði ljós, elskan

Frásögn í ljóðum um flöktandi ljós milli svefns og vöku, milli kynslóða, um hringekju og fíkn, elskendur, leyndarmál, heilaga skál sem brotnar, tundurdufl. Verði ljós, elskan er fimmta skáldverk Soffíu Bjarnadóttur. Áður útgefin og sviðsett verk eru skáldsögurnar Hunangsveiði og Segulskekkja, ljóðabækurnar Beinhvít skurn og Ég er hér

Villinorn 6

Afturkoman

Bestla Blóðkind er snúin aftur til lífsins og ætlar að gera allt sem í hennar valdi stendur til að halda lífi, þótt hún þurfi að éta hverja einustu veru á jörðinni til þess. Klara og nornahringurinn hennar eru þau einu sem geta stoppað blóðkindina en það krefst fórnar. Sjötta og síðasta bókin í danska bókaflokknum Villinorn þar sem segir frá Klöru og baráttu hennar við ill öfl ...