Útgefandi: Angústúra

Kramp

Hin sjö ára M slæst í för með föður sínum D milli bæja þar sem hann selur byggingarvörur frá framleiðandanum Kramp á tímum Pinochet-harðstjórnarinnar í Chile. Saklaust barnið heillast af heimi farandsölumannanna og gerir sér aðeins óljósa grein fyrir þeirri pólitísku spennu sem kraumar undir niðri í samfélaginu.