Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ævintýri Freyju og Frikka

Bókaflokkur

  • Höfundur Felix Bergsson
  • Lesari Felix Bergsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir
Forsíða bókarinnar

Freyja og Frikki eru 11 ára systkini, góðir vinir en býsna ólík: Freyja er fjörugt ólíkindatól en Frikki er hæglátur bókaormur sem hugsar sitt. Ævintýri Freyju og Frikka er sannkölluð ævintýraferð um framandi slóðir fyrir alla fjölskylduna.

Drottningin af Galapagos er fyrsta sagan um Freyju og Frikka og Á kafi í Kambódíu er önnur bókin um þau systkinin. Felix Bergsson er landskunnur fyrir barnaefni sitt, bæði fyrir sjónvarp og leikhús og sem annar helmingur í dúóinu Gunni og Felix. Hann sendi frá sér Ævintýrið um Augastein árið 2003.