Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ævisaga

  • Höfundur Geir H. Haarde
Forsíða kápu bókarinnar

Ævisaga Geirs H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra er stórmerkileg og sætir tíðindum. Geir var einn þekktasti stjórnmálamaður þjóðarinnar um áratuga skeið á tímum mikilla breytinga. Í opinskárri ævisögu sinni veitir hann einstaka innsýn í baksvið stjórnmálanna en skrifar jafnframt af einlægni um einkalíf sitt.

„Fáum dögum síðar skrifar Steindór afi minn mömmu í Noregi að amma mín hafi loks ákveðið að segja mér tíðindin og hann sé viss um að það hafi verið eins vel gert og hægt var miðað við aðstæður.“

Í opinskárri ævisögu sinni veitir Geir einstaka innsýn í baksvið stjórnmálanna, meðal annars mánuðina örlagaríku haustið 2008, og er óhætt að segja að þar komi ýmislegt á óvart. Hann fjallar einnig ítarlega og gagnrýnið um landsdómsmálið.

Geir skrifar af einlægni um einkalíf sitt, uppvöxt í Vesturbæ Reykjavíkur, MR og námsár í Bandaríkjunum en einnig dramatíska atburði úr æsku sem hann hefur aldrei rætt opinberlega áður, þar á meðal viðkvæm fjölskyldumál.

Geir styðst við margvísleg gögn úr sínu einkasafni – sendibréf, tölvupósta, símskeyti, smáskilaboð, minnisblöð og dagbækur en einnig myndir. Fæst af því hefur áður komið fyrir almenningssjónir.

Ævisaga Geirs H. Haarde er stórmerkileg og sætir tíðindum.