Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Af djúpum straumi

  • Höfundur Ferdinand Jónsson
Forsíða bókarinnar

Af djúpum straumi er þriðja ljóðabók Ferdinands Jónssonar. Hann vakti mikla athygli fyrir frumraun sína, Innsævi, og sagði Védís Skarphéðinsdóttir bókmenntafræðingur í dómi sínum: „bókin er beinlínis fögur hvar sem á hana er litið, og efniviðurinn er lifandi og litríkur, en jafnframt tregafullur.“ Á eftir Innsævi sendi Ferdinand frá sér Í úteyjum.

Af djúpum straumi skiptist í þrjá hluta: Heimatún, Sjö ljóð um sorg og Veikindi.

Ferdinand kom með nýja rödd inn í íslenskan ljóðaheim; meituð, sterk og samtímis djúp ljóð hans eru sérlega áhrifarík.

Ferdinand starfar sem geðlæknir í London.