Útgefandi: Skrudda

Farðí rassgat Aristóteles

Guðgeir Guðgeirsson er andhetja og ólíkindatól sem allt veit, einmitt sú týpa sem fer óstjórnlega í taugarnar á fólki. Hann flyst til borgarinnar til að meika það sem rímnaskáld einhverjum hundrað árum eftir að rímur fóru úr tísku, auk þess sem rímur hans fjalla um efni sem ekki er líklegt til vinsælda eins og raunir bresku konungsfjölskyldunnar.

Fáeinar sögur smáar

Annað smásagnasafn höfundar, en hann hefur að mestu lagt stund á ljóðagerð. Fyrra smásagnasafnið, Nóttin og alveran, kom út árið 2004. Í þessu nýja safni eru sextán smásögur og kennir þar margra grasa. Sumar sagnanna eiga sér nokkra stoð í því tvíræða fyrirbæri sem kallast veruleiki, aðrar eru eingöngu kynjaðar úr hugarheimi höfundar.

Fjórar konur

Balzac hefur stundum verið kallaður skáld ástarinnar. Og satt er það að konur gegna miklu hlutverki í hinu mikla ritverki hans La Comédie humaine. Oft gegna þær aðalhlutverki – svo er til að mynda í þeim fjórum sögum sem hér birtast á einni bók. Ástarmál þeirra allra eru vissulega í forgunni en með afar ólíkum hætti.

Foldarskart

Blómplöntur á Íslandi

Hér er fjallað um íslenskar blómplöntur í máli og myndum, að undanskildum grasleitum plöntum, sem hafa óveruleg blóm. Lýst er um 300 tegundum, sem hér hafa vaxið frá alda öðli, og rakin saga þeirra, þ.e. nýting, nöfn o.fl. Auk þess er getið um 240 tegunda, sem hafa numið hér land á síðustu einni og hálfri öld, eða hafa verið hér lengi í ræktun.

Gerum samning

Gerum samning lýsir fjögurra skrefa ferli til að búa til og innleiða árangursríka samninga sem breyta hegðun á jákvæðan hátt. Fallega myndskreyttar sögur, sem þú getur lesið með barninu þínu, sýna hvernig fjölskyldur nota samninga til að það gangi betur í hversdeginum, til dæmis með háttatíma, systkinasamvinnu og samskipti innan fjölsky...

Gleymd

Erna er 27 ára, vinnur hjá bókaforlagi og fær það verkefni að rita ævisögu Evu sem lengi bjó í Danmörku og varð þar þekktur rithöfundur. Eva á litríkt líf að baki en er nú flestum gleymd. Hún er orðin veik, einmana og full haturs og hefnigirni og ætlar að koma höggi á fyrrum félaga sína.

Lífsins ferðalag

Höfundur á að baki litríkan atvinnuferil hér á landi og erlendis. Hann var m.a. hótelstjóri á Hótel Sögu og Holiday Inn í Reykjavík og starfaði síðan lengi sem hótelráðgjafi víða erlendis, m.a. í Simbabve, Úkraínu og Rússlandi. Frásögn Wilhelms veitir fágæta innsýn í þróun hótelreksturs, veitingaþjónustu og ferðamennsku á Íslandi og erlendis.

Ofsögur

Í bók þessari birtast tuttugu og níu smásögur og þættir sem snerta ýmsar hliðar mannlífsins. Íslensk náttúra og sígild tónlist eru hvort tveggja höfundi hugleikin. Í frásögnunum glittir í lúmska fyndni þar sem breyskleika hins daglega lífs er lýst á nærgætinn hátt. Skopskyn höfundar hefur aldrei notið sín betur.

Þegar múrar falla

Þegar múrar falla er einlæg og áhrifamikil frásögn Harðar Torfasonar, listræns aðgerðarsinna sem markað hefur djúp spor í íslenskt samfélag. Hörður var fyrstur Íslendinga til að stíga fram opinberlega sem samkynhneigður maður árið 1975 og mætti fordómum og útskúfun en brást við með hugrekki, sýnileika, listrænu samtali og skipulögðum að...