Niðurstöður

  • Skrudda

Af nótnaborði náttúr­unnar / Notes of Nature

Það er eins og úrið hægi á sér þegar Páll á Húsafelli er sóttur heim, enda er tíminn í hans húsakynnum ekki af klukkuverki þessa heims. Ljúfmennskan ræður þar mestu, í bland við háttvísi og æðruleysi, en samfundir með listamanninum eru þeirrar náttúru að allt um hægist og gesturinn finnur það á eigin skinni að eitthvað hefur gerst sem glæðir skilningarvitin og skerpir sköpunarþ...

Casar Birotteau

Cesar Birotteau er ein af stóru skáldsögum Balzacs og hefur alla tíð notið mikillar hylli. Cesar kemur bláfátækur unglingur til Parísar og fær vinnu í ilmvöruverslun. Með dugnaði og hollustu vinnur hann sig í áliti og verður loks eigandi verslunarinnar. En Cesar er nú kominn í hringiðu hinnar gjörspilltu borgarastéttar og glæsiferill hans endar með gjaldþroti ...

Ég hef gleymt einhverju niðri

Jón Óskar (1921–1998) var einkum þekktur sem ljóðskáld og var einn úr hópi hinna svokölluðu atómskálda sem komu fram með nýjungar í íslenskri ljóðagerð um miðja 20. öld. Í þessu smásagnasafni, Ég hef gleymt einhverju niðri, birtast allar smásögur hans sem teljast fullfrágengnar, bæði þær sem birtust í Sögum 1940–1964 og einnig fimm sögur sem hann samdi eftir þ...

Garðskúr afa Sig

Garðskúr Afa Sig er sjálfstætt framhald prósabókarinnar Eldhús Ömmu Rún sem kom út vorið 2012 og vakti verðskuldaða athygli, en þar fjallaði höfundur um hversdagsleg samskipti sín við ömmurnar á Akureyri, gömlu bóndakonuna og verkakonuna. Í þessar bók hafa afarnir orðið, aldni framsóknarmaðurinn og sannfærði kommúnistinn sem ganga til starfa sinna á lagernum ...

Gunni Þórðar

Lífssaga

Lífshlaup Gunnars Þórðarsonar er í senn furðulegt og stórkost­legt. Fáir núlifandi íslenskir tónlistarmenn komast með tærnar þar sem hann hefur hælana. Þetta er saga um strák sem kemur suður og verður fljótt fremsti dægurtónlistarmaður landsins og nýtur virðingar og elsku þjóðarinnar. Svo fær hann nóg af dægurtónlistinni og snýr sér að klassík og óperusmíð með sama árangri.

Hákarla- Jörundur

Ævisaga Jörundar Jónssonar hákarlaformanns

Jörundur Jónsson fór sem fátækur unglingur að heiman frá Kleifum í Ólafsfirði. Honum tókst að brjótast úr hlekkjum fátæktar og og verða sjálfstæður útgerðarmaður. Hann efnaðist og árið 1862 settist hann að í Hrísey með fjölskyldu sinni. Þar hélt velgengni hans áfram og Jörundur gat sér orð fyrir að vera einn fengsælasti hákarlaveiðimaður landsins, áræðinn og farsæll skipstjóri.

Hjálp fyrir kvíðin börn

Kvíðaraskanir eru algengasti tilfinninga- eða hegðunarvandi sem greinist hjá börnum og talið er að um fimmtán prósent barna eigi í erfiðleikum vegna kvíða. Þessi gagnlega handbók er skrifuð af leiðandi sérfræðingum á sviði kvíðaraskana barna. Bókin mun hjálpa foreldrum og öðrum sem sinna börnum að skilja hvað veldur kvíða barnsins og að fylgja hagnýtum leiðbeiningum til að hjá...

Jón Sverrisson

Langferðamaður úr Meðallandi

Endurminningaþættir Jóns Sverrissonar, fyrrum yfirfiskimatsmanns í Vestmannaeyjum, voru fyrst birtir sem röð greina í Lesbók Morgunblaðsins árið 1960. Þetta efni vakti athygli, ekki síst ævintýralegar frásagnir af svaðilförum sögumanns og erfiðri lífsbaráttu gamla samfélagsins. Í þessari bók er ævi Jóns rakin en þessum þáttum hans er fléttað inn í frásögnina.

Lærðu að skipu­leggja og gera áætlanir

Ef þú ert fær í að skipuleggja og gera áætlanir gengur allt betur í lífinu. Og vittu til – þessi færni hjálpar þér líka við að ná markmiðum þínum! Bókin er full af dæmum, verkefnum og ýmsu skemmtilegu og getur hjálpað þér að skapa góðar venjur, skipuleggja dótið þitt, hafa stjórn á tíma, útbúa áminningar fyrir þig, búa til rútínur, koma hlutum í verk, skipuleggja verkefni og ma...

Ofurstynjan

Í Lapplandi situr öldruð kona á eintali við sjálfa sig og lífssaga hennar streymir fram. Hún er fædd á tíma haturs – hún vex upp og verður kona á tíma haturs og hefndar. Faðir hennar hafði gert hana að dóttur hins hvíta Finnlands – eiginmaður hennar, Ofurstinn, gerir hana að nasista. Finnska þjóðin býr sig undir stríð við Sovét-Rússland, fyrst vetrarstríðið og síðan framhaldss...

Sturlunga geðlæknisins

Óttar Guðmundsson geðlæknir veltir nú fyrir sér geðrænum vandamálum á þrettándu öld og skoðar róstusamt líf Sturlunga. Snorri Sturluson, Sturla Sighvatsson, Þórdís Snorradóttir og Gissur Þorvaldsson ásamt fleirum leggjast öll á bekkinn hjá geðlækninum. Hefur mannlegt eðli eitthvað breyst á þessum 800 árum sem liðin eru? Hver var skýringin á siðblindu Kolbeins unga, ákvarðanaf...

Sveppabókin

Íslenski sveppir og sveppafræði

Sveppabókin er frumsmíð um sveppafræði á íslensku og byggist á hálfrar aldar rannsóknum höfundar á sveppum. Í fyrri hluta bókarinnar er fjallað um eðli og gerð sveppa og hlutverk þeirra í lífkerfi jarðar. Þá er rætt um matsveppi og eitursveppi og nýtingu myglusveppa. Í síðari hluta er fjallað um alla flokka sveppa sem þekkjast á Íslandi.

Tjáning

Sellóleikarinn Gunnar Kvaran er löngu landsþekktur fyrir störf sín á vettvangi tónlistarinnar. Gunnar er prófessor emeritus við tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Hann hefiur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín í tónlist og að mannúðarmálum. Tjáning er fyrsta bók Gunnars og geymir hugleiðingar um tónlist, trú og tilveruna auk nokkurra ljóða.

Úr sagnabrunni Hólmsteins Helga­sonar

Hólmsteinn Helgason ólst upp á Langanesi en fluttist ungur til Raufarhafnar. Hann hóf fljótlega eigin útgerð frá Raufarhöfn sem hann rak til æviloka. Hólmsteinn tók snemma að skrifa ýmsar minningar frá æskuárum en einnig sögur og sagnir sem annars hefðu glatast. Í þessari bók er dregið saman megnið af skrifum Hólmsteins og þau fléttuð saman við æviferil hans.

Ævintýri H.C.­ Andersen

Í þessari glæsilegu útgáfu birtast nokkrar vinsælustu sögur H.C. Andersen: Villtu svanirnir, Hans klaufi, Nýju fötin keisarans, Koffortið fljúgandi, Litli ljóti andarunginn, Tindátinn staðfasti, Næturgalinn, Þumalína.