Akureyrarveikin

Forsíða kápu bókarinnar

Faraldur kenndur við Akureyri geisaði þar og víðar 1948-1949 og á Vestfjörðum og í Þistilfirði 1955-1956. Hér eru birtar átakanlegar lífsreynslusögur og vitnað í heimildir sem varpa nýju ljósi á mál sem lengi lá í þagnargildi. Áhugi vísindafólks beinist nú að Akureyrarveikinni því mikil líkindi eru með henni, ME-sjúkdómnum og eftirköstum COVID-19.