Niðurstöður

  • Svarfdælasýsl forlag

Flýgur tvítug fiskisaga

Fiskidagurinn mikli 2001-2020

Fjallað er um Fiskidaginn mikla, þá merkilegu og sérstæðu mannlífssamkomu á Dalvík, frá upphafi þar til veirufárið hjó skarð í gleðina. Ljósi er varpað á aðdragandann, gangverkið og það sem gerist framan við tjöldin og að tjaldabaki. Höfundur er brottfluttur Svarfdælingur og upplifði Fiskidagsfjörið sextán sinnum. Hann hefur því ríka reynslu af gestrisni heimafólks í Dalvíkurby...

Hittumst á Horninu

Hér er stiklað á stóru í sögu Hafnarstrætis 15, eins af elstu húsum Reykjavíkur, en að stærstum hluta fjallað í máli og myndum um matar- og menningarhúsið Hornið, fyrstu pizzeríuna á Íslandi. Þar hafa Jakob H. Magnússon og Valgerður Jóhannsdóttir staðið veitingavaktina ásamt fjölskyldu sinni í 42 ár og skapað líka ótal myndlistar- og tónlistarmönnum vettvang til að sýna, spila ...

Sjávarplássið Dalvík

Hér er fjallað í máli og myndum um útgerð og fiskvinnslu í sveitarfélagi með fjölbreytta og rótgróna sjávarútvegshefð. Bókarhöfundur er Dalvíkingur og viðskiptafræðingur með fjölþætta reynslu af starfsemi tengdri sjávarútvegi og fjallar um söguna allt frá hákarlaútgerð svarfdælskra bænda til veiða og vinnslu með tækni nútímans. Áhugaverð bók um mannlíf, atvinnulíf, dugnað og f...