Álfheimar

Bróðirinn

Pétur er nýfluttur heim frá París til að hefja nám í menntaskóla. Hann eignast strax vini í skólanum, þau Konál og Soffíu, og kynnist hinni fögru Dagnýju en litli bróðir hennar hvarf sporlaust tíu árum áður. Fljótlega áttar Pétur sig á að einhver fylgist með hverju skrefi hans. Og af hverju er Sæunn frænka alltaf að tala um álfasteina … álfar eru bara til í sögum – ekki satt? Fyrsta bók af fjórum um fjögur ungmenni í heimi álfanna.