Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Algóritmi ástarinnar

Lítilmagnar

Forsíða kápu bókarinnar

Það er meira myrkur í Stokkhólmi samtímans en virðist við fyrstu sýn og lítilmagnarnir eiga hvergi skjól. Grípandi spennusaga um samfélag andstæðnanna þar sem eini samnefnarinn er ást.

Stokkhólmur eftir heimsfaraldur. Í eldhúsi á veitingastað vinnur Elle Videman myrkranna á milli til að ná endum saman. Faðir hennar er í fangelsi, dæmdur fyrir morð sem hann framdi ekki. Eða hvað?

Í leit sinni að sannleikanum hittir Elle fyrir lögreglumanninn Leo sem stjórnaði rannsókn málsins, sauðtryggu transkonuna Lulu og lamaða tölvusnillinginn Vic.

Mons Kallentoft er einn af þekktustu rithöfundum Svíþjóðar. Ritröð hans um Malin Fors hefur notið mikilla vinsælda og selst í milljónum eintaka víða um lönd. Algóritmi ástarinnar er fyrsta bókin í nýrri seríu Kallentofts sem hefur yfirskriftina Lítilmagnar.

„Kallentoft lýsir myrkviðum innantóms samfélags af innsæi. Drungalegar lýsingar hans á varnarleysi og arðráni eru eins og hnefahögg í andlit lesandans, kraftmikil og miskunnarlaus.“ – Helsingborgs Dagblad

„Kallentoft er snillingur í að skapa spennu ... Og orðsnilld hans er einstök.“ – Boknjutaren